Gleðin höfð í fyrirrúmi Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 26. maí 2011 12:00 Les SlovaKs. Dans Les SlovaKs. Opening Night. Sýnt í Borgarleikhúsinu. Sunnudagakvöldið 22. lá leiðin á sýningu Les SlovaKs, Opening Night, í Borgarleikhúsinu. Þegar inn í stóra salinn var komið stóðu á sviðinu sex karlmenn í mismunandi stærðum og gerðum, allir frjálslegir til fara. Einn mannanna hélt á fiðlu og hlaut því að vera tónsmiðurinn og fiðluleikarinn Simon Thiery. Sviðsmyndin var engin og lýsingin mjög hógvær. Eftir þó nokkra bið, fyrst á meðan dansararnir biðu eftir því að áhorfendur kæmu sér fyrir í sætunum og síðan á meðan áhorfendur biðu eftir því að verkið hæfist, hófu dansararnir upp raust sína og sungu fyrir salinn. Eftir fagran söng drógu dansararnir sig út í horn, þaðan sem þeir lögðu af stað í dansinn ýmist einn og einn eða fleiri saman við undirleik fiðlunnar. Allar hreyfingar voru léttar og leikandi eins og þeir hefðu ekkert fyrir því að hoppa og rúlla eða hendast yfir gólfið með svo hröðum fótahreyfingum að augað vart á festi. Stemningin í þessum fyrsta hluta sýningarinnar minnti meira á þjóðdansamót eða götudanssýningu heldur en sviðslistaverk. Eitt af því fyrsta sem kom upp í hugann var hópur glaðhlakkalegra hipphoppara á göngugötu á góðviðrisdegi að skemmta sér og áhorfendum með líkamsfærni sinni. Á sama hátt mátti greina fjársjóði sem faldir eru í mörgum þjóðdansahefðum. Fiðlan er mjög mikið notuð til undirleiks í þjóðdönsum í gervallri Evrópu. Hröð fótavinna og stuttar og snöggar hreyfingar eru algengar, ekki síst hjá karlpeningnum, auk þess sem það hvernig dansararnir báru sig á sviðinu minnti mjög á færa dansara þjóðdansa. Í danshefð margra landa er gert ráð fyrir sólódansi og spuna innan annars formaðri dansa og þá ekki síst fyrir karlmennina til að sýna færni sína og styrk. Leikurinn og grínið sem einkenndi alla sýninguna, sem fólst ekki síst í því að dansararnir tengdu bæði hver við annan og áhorfendur úti í sal, er líka algengt að finna innan þjóðdansaformsins. Um biðbik sýningarinnar fékk fiðluleikarinn tækifæri til að láta ljós sitt skína. Dansararnir drógu sig í hlé út í horn á meðan fiðlutónar fylltu salinn. Eftir að hafa leikið eitt lag spilaði hann annað og söng nú með. Samkvæmt leikskrá er það mikilvægur þáttur í vinnu hópsins að allir fái að njóta sín bæði sem sólóistar og sem hluti af hópnum. Tónlistarmaðurinn var þar greinilega engin undantekning. Seinni hluti sýningarinnar hafði yfir sér aðeins öðruvísi blæ. Hreyfingarnar urðu allar meira flæðandi, sem og samskipti og samspil dansaranna, og á köflum var eins og dansararnir væru staddir á snertispunadjammi, án þess þó að snertispuni væri það sem dansinn gengi út á. Ekki var hægt að greina neinn söguþráð né málefni sem kryfja þyrfti til mergjar frekar en í fyrri kaflanum. Dansararnir buðu ásamt fiðluleikaranum áhorfendum áfram upp á einlægt og flott hreyfiljóðaslamm. Ennþá var stutt í grínið og nokkur atriði hreinlega til þess gerð að fá áhorfendur til að hlæja. Áhorfendur kunnu að meta skemmtilegheitin og þökkuð fyrir sig í lok sýningar með kröftugu klappi. Opening Night bar sterk einkenni þess að vera samin og sýnd af karlmönnum, bæði hvað varðar hreyfiforðann og form sýningarinnar. Í gegnum tíðina hefur það verið hluti af þróun dansformsins að kynin hafa leitað að leiðum til að tjá sjálfsmynd sína. Karldansarar hafa þar haft tilhneigingu til að leggja áherslu á kröftugar og snarpar hreyfingar sem krefjast mikils líkamlegs styrks, á meðan konur hafa meira nýtt sér samspil liðleika og styrks. Karldansarar hafa einnig sótt meira í þau dansform sem gefa færi á samvinnu og sjálfstæðri vinnu eins og snertispuna, hipphopp og þau félagslegu dansform sem bjóða upp á leik að líkamlegri færni. Niðurstaða: Í heild var sýning Les SlovaKs skemmtileg upplifun full af krafti og leik. Listrænt séð flokkast hún ekki undir meistaraverk en hún kætti áhorfendur. Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Dans Les SlovaKs. Opening Night. Sýnt í Borgarleikhúsinu. Sunnudagakvöldið 22. lá leiðin á sýningu Les SlovaKs, Opening Night, í Borgarleikhúsinu. Þegar inn í stóra salinn var komið stóðu á sviðinu sex karlmenn í mismunandi stærðum og gerðum, allir frjálslegir til fara. Einn mannanna hélt á fiðlu og hlaut því að vera tónsmiðurinn og fiðluleikarinn Simon Thiery. Sviðsmyndin var engin og lýsingin mjög hógvær. Eftir þó nokkra bið, fyrst á meðan dansararnir biðu eftir því að áhorfendur kæmu sér fyrir í sætunum og síðan á meðan áhorfendur biðu eftir því að verkið hæfist, hófu dansararnir upp raust sína og sungu fyrir salinn. Eftir fagran söng drógu dansararnir sig út í horn, þaðan sem þeir lögðu af stað í dansinn ýmist einn og einn eða fleiri saman við undirleik fiðlunnar. Allar hreyfingar voru léttar og leikandi eins og þeir hefðu ekkert fyrir því að hoppa og rúlla eða hendast yfir gólfið með svo hröðum fótahreyfingum að augað vart á festi. Stemningin í þessum fyrsta hluta sýningarinnar minnti meira á þjóðdansamót eða götudanssýningu heldur en sviðslistaverk. Eitt af því fyrsta sem kom upp í hugann var hópur glaðhlakkalegra hipphoppara á göngugötu á góðviðrisdegi að skemmta sér og áhorfendum með líkamsfærni sinni. Á sama hátt mátti greina fjársjóði sem faldir eru í mörgum þjóðdansahefðum. Fiðlan er mjög mikið notuð til undirleiks í þjóðdönsum í gervallri Evrópu. Hröð fótavinna og stuttar og snöggar hreyfingar eru algengar, ekki síst hjá karlpeningnum, auk þess sem það hvernig dansararnir báru sig á sviðinu minnti mjög á færa dansara þjóðdansa. Í danshefð margra landa er gert ráð fyrir sólódansi og spuna innan annars formaðri dansa og þá ekki síst fyrir karlmennina til að sýna færni sína og styrk. Leikurinn og grínið sem einkenndi alla sýninguna, sem fólst ekki síst í því að dansararnir tengdu bæði hver við annan og áhorfendur úti í sal, er líka algengt að finna innan þjóðdansaformsins. Um biðbik sýningarinnar fékk fiðluleikarinn tækifæri til að láta ljós sitt skína. Dansararnir drógu sig í hlé út í horn á meðan fiðlutónar fylltu salinn. Eftir að hafa leikið eitt lag spilaði hann annað og söng nú með. Samkvæmt leikskrá er það mikilvægur þáttur í vinnu hópsins að allir fái að njóta sín bæði sem sólóistar og sem hluti af hópnum. Tónlistarmaðurinn var þar greinilega engin undantekning. Seinni hluti sýningarinnar hafði yfir sér aðeins öðruvísi blæ. Hreyfingarnar urðu allar meira flæðandi, sem og samskipti og samspil dansaranna, og á köflum var eins og dansararnir væru staddir á snertispunadjammi, án þess þó að snertispuni væri það sem dansinn gengi út á. Ekki var hægt að greina neinn söguþráð né málefni sem kryfja þyrfti til mergjar frekar en í fyrri kaflanum. Dansararnir buðu ásamt fiðluleikaranum áhorfendum áfram upp á einlægt og flott hreyfiljóðaslamm. Ennþá var stutt í grínið og nokkur atriði hreinlega til þess gerð að fá áhorfendur til að hlæja. Áhorfendur kunnu að meta skemmtilegheitin og þökkuð fyrir sig í lok sýningar með kröftugu klappi. Opening Night bar sterk einkenni þess að vera samin og sýnd af karlmönnum, bæði hvað varðar hreyfiforðann og form sýningarinnar. Í gegnum tíðina hefur það verið hluti af þróun dansformsins að kynin hafa leitað að leiðum til að tjá sjálfsmynd sína. Karldansarar hafa þar haft tilhneigingu til að leggja áherslu á kröftugar og snarpar hreyfingar sem krefjast mikils líkamlegs styrks, á meðan konur hafa meira nýtt sér samspil liðleika og styrks. Karldansarar hafa einnig sótt meira í þau dansform sem gefa færi á samvinnu og sjálfstæðri vinnu eins og snertispuna, hipphopp og þau félagslegu dansform sem bjóða upp á leik að líkamlegri færni. Niðurstaða: Í heild var sýning Les SlovaKs skemmtileg upplifun full af krafti og leik. Listrænt séð flokkast hún ekki undir meistaraverk en hún kætti áhorfendur.
Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira