Hefur eitthvað breyst? Þorsteinn Pálsson skrifar 28. maí 2011 07:00 Glöggt má merkja að Evrópuandstæðingar telja sjálfir að þeir hafi náð undirtökum í aðildarumræðunni. Er það svo? Hefur eitthvað breyst frá því Alþingi ákvað að sækja um? Þetta þarf að skoða bæði í málefnalegu ljósi og eins í samhengi við pólitíska taflstöðu málsins. Á taflborði valdanna hafa orðið nokkrar breytingar. Þjóðin valdi meirihluta þingmanna úr þeim þremur flokkum sem höfðu aðild á dagskrá. Þingmenn Framsóknarflokks og Borgarahreyfingar hafa að einhverju leyti snúið við blaðinu frá því sem þeir lofuðu kjósendum. Að þessu leyti hafa andstæðingar aðildar sótt í sig veðrið. Á hinn bóginn sýna skoðanakannanir ótvírætt að meirihluti þjóðarinnar vill að Alþingi standi við þá ákvörðun sem tekin var með aðildarumsókninni og láti á hana reyna til þrautar. Eftir stendur eins og áður að þjóðin getur ekki tekið endanlega afstöðu fyrr en fyrir liggur hvernig viðræðum lyktar. Andstæðingunum hefur einfaldlega ekki tekist að fá meirihluta þjóðarinnar á þá skoðun að stöðva viðræðurnar. Allur áróður og málflutningur hefur þó verið mjög einhliða frá þeirra hlið og án teljandi andsvara eins og þeir hafa sjálfir vakið athygli á. Þó að pólitíska taflstaðan hafi veikst á Alþingi vegna ístöðuleysis sýnist hún vera óbreytt úti á meðal fólksins. Stuðningsmenn aðildar standa þannig nokkuð vel að vígi. Enginn þarf því að velkjast í vafa um að rétt er og skynsamlegt að ljúka þessu máli. Það væri glópska að snúa við í miðju straumvatninu. Rökfærslan Rökin fyrir aðild eru þau fyrst og fremst að halda áfram, í ljósi nýrra og breyttra aðstæðna, því samstarfi við Evrópuþjóðirnar sem við hófum með inngöngunni í Atlantshafsbandalagið. Markmiðið er að treysta viðskiptafrelsið og peningamálastjórnina í nánu samstarfi við þær þjóðir sem næst okkur standa í menningarlegum- og pólitískum efnum. Slíkt samstarf er besta leiðin til að skapa stöðugleika og traust á markaðslegum forsendum. Það er leiðin til hagvaxtar. Þetta snýst um þá spurningu í hvaða umhverfi hagsmunir Íslands eru best tryggðir til framtíðar. Evrópuandstæðingar hafa í engu reynt að tala gegn þessum grundvallarröksemdum. Þess í stað hafa þeir notast við hræðsluuppskriftir, ýmist nýjar eða gamlar, frá neihreyfingum aðildarlandanna. Sú elsta hefur verið í notuð meira en hálfa öld í öllum aðildarríkjunum. Það er hræðsluáróður um Bandaríki Evrópu. Kjarni málsins er sá að þessi staðhæfing er ekki enn orðin að veruleika og er því ólíklegri sem aðildarríkjunum fjölgar. Pólitískur og menningarlegur margbreytileiki aðildarríkjanna er nú meiri en áður og einsleitnin að sama skapi minni. Nýrri innflutt hræðslukenning felst í því að benda á alvarlegan efnahagsvanda nokkurra aðildarríkja. Síðan er aðstoð Evrópusambandsins við þau gerð tortryggileg. Hún á að sýna að þau hafi misst sjálfstæði sitt. Ísland lenti utan Evrópusambandsins í dýpri kreppu en nokkurt aðildarlandanna. Við þurftum á aðstoð að halda. Hún var bundin margs konar skilyrðum meðal annars um fjárlög og peningastefnu. Þetta eru örlög skuldugra þjóða hvort sem þær eru innan eða utan ríkjabandalaga. Loks er þeim hræðsluvendi veifað að þjóðir Evrópu sitji um Ísland og bíði þess eins að geta beitt þýskættuðum meðulum frá fjórða áratugnum til að knésetja landið. Röksemdir af þessu tagi eru of barnalegar til að taka þær alvarlega.Hvað annað? Andstæðingar aðildar viðurkenna að brýnt er fyrir Ísland að dýpka samvinnu og samstarf Íslands við aðrar þjóðir. Þeir andmæla því ekki að óbreytt staða er of þröng til að skapa sóknarmöguleika. En hvað vilja þeir? Flestir fylgdu þeir forseta Íslands þegar hann talaði um fríverslunarsamning við Kína í stað Evrópusambandsaðildar. Þær hugmyndir hafa ekki verið nefndar um hríð. Í vetur sem leið fylgdu þeir formanni Heimssýnar í tillögugerð um að fríverslunarsamningur við Bandaríkin kæmi í stað Evrópusambandsaðildar. Frjáls innflutningur á landbúnaðarvörum var þá talinn sjálfsagður fyrst hann kæmi vestan að en ekki austan að. Þessi málflutningur hefur nú gufað upp. Eins og vindáttin stendur nú í sumarbyrjun er lausnarboðskapurinn sá að Ísland taki forystu í Norðurheimskautsráðinu og tryggi þannig hagsmuni sína gegn óvinaríkjum í Evrópusambandinu. Þó að þatttka Íslands í því samstarfi sé sjálfsögð geta aðildarandstæðingar varla vænst þess að menn ræði þennan kost sem alvöruleið til að komast hjá Evrópusambandsaðild. Þegar málefnastaðan er vegin og metin í heild er niðurstaðan skýr: Aðildarviðræðunum er meiri hætta búin af innri veikleikum ríkisstjórnarinnar en röksemdum Evrópuandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Glöggt má merkja að Evrópuandstæðingar telja sjálfir að þeir hafi náð undirtökum í aðildarumræðunni. Er það svo? Hefur eitthvað breyst frá því Alþingi ákvað að sækja um? Þetta þarf að skoða bæði í málefnalegu ljósi og eins í samhengi við pólitíska taflstöðu málsins. Á taflborði valdanna hafa orðið nokkrar breytingar. Þjóðin valdi meirihluta þingmanna úr þeim þremur flokkum sem höfðu aðild á dagskrá. Þingmenn Framsóknarflokks og Borgarahreyfingar hafa að einhverju leyti snúið við blaðinu frá því sem þeir lofuðu kjósendum. Að þessu leyti hafa andstæðingar aðildar sótt í sig veðrið. Á hinn bóginn sýna skoðanakannanir ótvírætt að meirihluti þjóðarinnar vill að Alþingi standi við þá ákvörðun sem tekin var með aðildarumsókninni og láti á hana reyna til þrautar. Eftir stendur eins og áður að þjóðin getur ekki tekið endanlega afstöðu fyrr en fyrir liggur hvernig viðræðum lyktar. Andstæðingunum hefur einfaldlega ekki tekist að fá meirihluta þjóðarinnar á þá skoðun að stöðva viðræðurnar. Allur áróður og málflutningur hefur þó verið mjög einhliða frá þeirra hlið og án teljandi andsvara eins og þeir hafa sjálfir vakið athygli á. Þó að pólitíska taflstaðan hafi veikst á Alþingi vegna ístöðuleysis sýnist hún vera óbreytt úti á meðal fólksins. Stuðningsmenn aðildar standa þannig nokkuð vel að vígi. Enginn þarf því að velkjast í vafa um að rétt er og skynsamlegt að ljúka þessu máli. Það væri glópska að snúa við í miðju straumvatninu. Rökfærslan Rökin fyrir aðild eru þau fyrst og fremst að halda áfram, í ljósi nýrra og breyttra aðstæðna, því samstarfi við Evrópuþjóðirnar sem við hófum með inngöngunni í Atlantshafsbandalagið. Markmiðið er að treysta viðskiptafrelsið og peningamálastjórnina í nánu samstarfi við þær þjóðir sem næst okkur standa í menningarlegum- og pólitískum efnum. Slíkt samstarf er besta leiðin til að skapa stöðugleika og traust á markaðslegum forsendum. Það er leiðin til hagvaxtar. Þetta snýst um þá spurningu í hvaða umhverfi hagsmunir Íslands eru best tryggðir til framtíðar. Evrópuandstæðingar hafa í engu reynt að tala gegn þessum grundvallarröksemdum. Þess í stað hafa þeir notast við hræðsluuppskriftir, ýmist nýjar eða gamlar, frá neihreyfingum aðildarlandanna. Sú elsta hefur verið í notuð meira en hálfa öld í öllum aðildarríkjunum. Það er hræðsluáróður um Bandaríki Evrópu. Kjarni málsins er sá að þessi staðhæfing er ekki enn orðin að veruleika og er því ólíklegri sem aðildarríkjunum fjölgar. Pólitískur og menningarlegur margbreytileiki aðildarríkjanna er nú meiri en áður og einsleitnin að sama skapi minni. Nýrri innflutt hræðslukenning felst í því að benda á alvarlegan efnahagsvanda nokkurra aðildarríkja. Síðan er aðstoð Evrópusambandsins við þau gerð tortryggileg. Hún á að sýna að þau hafi misst sjálfstæði sitt. Ísland lenti utan Evrópusambandsins í dýpri kreppu en nokkurt aðildarlandanna. Við þurftum á aðstoð að halda. Hún var bundin margs konar skilyrðum meðal annars um fjárlög og peningastefnu. Þetta eru örlög skuldugra þjóða hvort sem þær eru innan eða utan ríkjabandalaga. Loks er þeim hræðsluvendi veifað að þjóðir Evrópu sitji um Ísland og bíði þess eins að geta beitt þýskættuðum meðulum frá fjórða áratugnum til að knésetja landið. Röksemdir af þessu tagi eru of barnalegar til að taka þær alvarlega.Hvað annað? Andstæðingar aðildar viðurkenna að brýnt er fyrir Ísland að dýpka samvinnu og samstarf Íslands við aðrar þjóðir. Þeir andmæla því ekki að óbreytt staða er of þröng til að skapa sóknarmöguleika. En hvað vilja þeir? Flestir fylgdu þeir forseta Íslands þegar hann talaði um fríverslunarsamning við Kína í stað Evrópusambandsaðildar. Þær hugmyndir hafa ekki verið nefndar um hríð. Í vetur sem leið fylgdu þeir formanni Heimssýnar í tillögugerð um að fríverslunarsamningur við Bandaríkin kæmi í stað Evrópusambandsaðildar. Frjáls innflutningur á landbúnaðarvörum var þá talinn sjálfsagður fyrst hann kæmi vestan að en ekki austan að. Þessi málflutningur hefur nú gufað upp. Eins og vindáttin stendur nú í sumarbyrjun er lausnarboðskapurinn sá að Ísland taki forystu í Norðurheimskautsráðinu og tryggi þannig hagsmuni sína gegn óvinaríkjum í Evrópusambandinu. Þó að þatttka Íslands í því samstarfi sé sjálfsögð geta aðildarandstæðingar varla vænst þess að menn ræði þennan kost sem alvöruleið til að komast hjá Evrópusambandsaðild. Þegar málefnastaðan er vegin og metin í heild er niðurstaðan skýr: Aðildarviðræðunum er meiri hætta búin af innri veikleikum ríkisstjórnarinnar en röksemdum Evrópuandstæðinga.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun