Innlent

Vatnsberinn verður fluttur í Bankastræti

Hér á höggmynd Ásmundar Sveinssonar frá árinu 1949 framvegis að standa – eins og henni var ætlað í upphafi. Til vinstri á myndinni, á gangstéttina við Bankastræti, hafa verið settar útlínur Bernhöftsbrunns.Samsett Mynd/Listasafn Reykjavíkur
Hér á höggmynd Ásmundar Sveinssonar frá árinu 1949 framvegis að standa – eins og henni var ætlað í upphafi. Til vinstri á myndinni, á gangstéttina við Bankastræti, hafa verið settar útlínur Bernhöftsbrunns.Samsett Mynd/Listasafn Reykjavíkur
Höggmynd Ásmundar Sveinssonar, Vatnsberinn, verður flutt úr Öskjuhlíð á sunnanvert horn Bankastrætis og Lækjargötu. Borgarráð ákvað þetta á fimmtudag. Upphafleg tillaga gerði ráð fyrir að styttan yrði á miðju Austurstræti við gatnamótin að Lækjargötu.

Vatnsberanum var á sínum tíma – fyrir rúmum sextíu árum – einmitt ætlað að standa á horni Bankastrætis og Lækjargötu en vegna deilna um útlit verksins þá var því aldrei komið fyrir þar. Höggmyndin endaði loks við Öskjuhlíð árið 1967. Flutningur Vatnsberans var ákveðinn í samráði við afkomendur Ásmundar Sveinssonar og endanleg staðsetning er samkvæmt tillögu Listasafns Reykjavíkur.

„Vatnsberin átti að standa nálægt Bernhöftsbrunninum, sem var síðasti brunnurinn í Reykjavík, til minningar um vatnsberana sem settu svip sinn á gamla miðbæinn í kringum aldamótin 1900. Brunnurinn var staðsettur í bakarabrekkunni svokallaðri, nánar tiltekið á Bakarastíg sem nú er Bankastræti," segir í umsögn Listasafns Reykjavíkur.

gar@frettabladid.is

Bakarabrekka Brunnur Bernhöfts bakara sést hér í til vinstri í Bakarabrekkunni sem við hann er kennd. Mynd/Árbæjarsafn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×