Innlent

Laða ferðamenn að fuglaskoðun

Þessi stórkostlegi flækingur er ein ástæða þess að áhugafólk um fuglaskoðun sækir á Snæfellsnesið. Haförninn er þó óumdeildur einkennisfugl svæðisins.
mynd/róbert
Þessi stórkostlegi flækingur er ein ástæða þess að áhugafólk um fuglaskoðun sækir á Snæfellsnesið. Haförninn er þó óumdeildur einkennisfugl svæðisins. mynd/róbert
Náttúrustofa Vesturlands og Háskólasetur Snæfellsness, með styrk frá Nýsköpunarsjóði, munu standa fyrir öflun upplýsinga um fuglalíf á Snæfellsnesi og í Dölum. Verkefnið er til að styðja við ferðaþjónustuna og laða að áhugafólk um fuglaskoðun.

Ráðinn hefur verið líffræðinemi til starfa í sumar og hófst gagnaöflun á fyrstu dögum maímánaðar þegar starfsmenn NSV og HS skoðuðu fugla á öllu svæðinu.

Samtals sást 61 fuglategund í athugunum á tveim dögum, allt frá einum fugli af hverri tegund, en fuglar af öðrum sáust í þúsundatali.

Á tegundalista Snæfellsness og Dala eru nú meðal annarra flækingsfuglarnir mandarínönd, skutulönd, landsvala og bjarthegri, fargestirnir rauðbrystingur, margæs, tildra og sanderla og sjaldgæfir varpfuglar á borð við skeiðönd, grafönd, flórgoða og haförn.

Fuglarnir skarta um þessar mundir sínum fínasta varpbúningi og er þessi tími árs því kjörinn til fuglaskoðunar.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×