Innlent

Æðarvarp varð illa úti í hreti

Vargurinn fékk óvænt veisluboð eftir hretið.
fréttablaðið/stefán
Vargurinn fékk óvænt veisluboð eftir hretið. fréttablaðið/stefán
Æðarvarp á Norðurlandi virðist hafa orðið mjög illa úti í vorhretinu sem þar gekk yfir á dögunum. Siglo.is segir frá því að allt að 60 prósent af hreiðrum í Siglufirði hafi verið yfirgefin.

Þar segir að ætla megi að fjöldi hreiðranna geti verið um 600 og hvert hafi með fjórum eggjum að meðaltali. Þá er ljóst að varp annarra fuglategunda hefur misfarist.

Fuglaáhugamenn hafa skotið máva til að hindra það að þeir útrými öllu varpi. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×