Innlent

Meiri peningar í sautjánda júní

Jón Sigurðsson Tvær aldir eru frá fæðingu frelsishetjunnar frá Hrafnseyri.
Jón Sigurðsson Tvær aldir eru frá fæðingu frelsishetjunnar frá Hrafnseyri.
Framlag borgarsjóðs til hátíðarhalda á sautjánda júní hækkar úr tíu milljónum í þrettán milljónir króna samkvæmt ákvörðun borgarráðs. Framlagið lækkaði úr 25 milljónum króna í tíu milljónir eftir hrunið.

„Ljóst er að 10 milljóna króna fjárframlag dugar ekki til að halda upp á þjóðhátíðardaginn og 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar með myndarlegum hætti,“ segir Eva Hreinsdóttir, formaður þjóðhátíðarnefndar, í bréfi sem Jón Gnarr borgarstjóri lagði fram í borgarráði. „Þjóðhátíðarnefnd telur að með þessu auka framlagi borgarinnar megi halda upp á þjóðhátíðardaginn svo sómi sé að.“ - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×