Innlent

Háskóli unga fólksins af stað

Námsframboðið er mjög fjölbreytt og hægt að læra margar mismunandi greinar.
Námsframboðið er mjög fjölbreytt og hægt að læra margar mismunandi greinar.
Óvenju fjölbreytt starfsemi verður í Háskóla unga fólksins, sem verður haldinn 6. til 10. júní næstkomandi, vegna 100 ára afmælis Háskóla Íslands. Búið er að opna fyrir umsóknir.

Háskóli unga fólksins stendur börnum í sjötta til tíunda bekk til boða og nemendurnir raða sjálfir saman stundatöflu og ákveða hvaða námskeið þeir vilja sækja. Framhaldsnemar og kennarar við HÍ hafa umsjón með námskeiðunum.

Í tilefni af aldarafmæli HÍ var ákveðið að fara með Háskóla unga fólksins víðar um landið en áður. Skólinn hefur því slegist í för með Háskólalestinni og heldur námskeið á níu stöðum um landið í sumar. Um helgina var skólinn til að mynda á Húsavík. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×