Innlent

Íbúðir skili arði og efli samfélag

Tilkoma álvers hafði mikil áhrif á byggingu íbúðarhúsnæðis á Austurlandi.
Tilkoma álvers hafði mikil áhrif á byggingu íbúðarhúsnæðis á Austurlandi.
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs vill að Íbúðalánasjóður ræði við aðila á Austurlandi um stofnun eignarhaldsfélags utan um íbúðir sem sjóðurinn á þar í fjórðungnum og seljast ekki.

„Markmið félagsins verði að bæta nýtingu íbúðanna, þannig að þær skili eigendum sínum arði og efli um leið nærliggjandi samfélag,“ segir bæjarráðið, sem þar með tekur undir með tveimur einstaklingum sem komu hugmyndinni á framfæri við bæjaryfirvöld.

Íbúðalánasjóður á nú um 180 íbúðir í Fljótsdalshéraði, Fjarðabyggð, Seyðisfirði og Höfn, Þar af standa um 120 íbúðir tómar. Sjóðurinn hefur viljað fara sér hægt að fasteignamarkaðinum eystra. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×