Innlent

Neysla mælist svipuð og fyrri ár

Niðurstöður evrópsku vímuefnarannsóknarinnar ESPAD 2011 eru að neysla 15 til 16 ára unglinga á hassi og marijúana hér á landi er svipuð og hún var fyrir sextán árum. Árið 1995 höfðu tíu prósent unglinga á þessum aldri prófað kannabisefni en ellefu prósent í ár.

 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Rannsóknasetri forvarna við Háskólann á Akureyri. Þar kemur fram að neysla kannabisefna mældist mest fimmtán prósent árið 1999 en minnst níu prósent árið 2007.

Lögregla hefur fundið mikið magn kannabisefna á undanförnum tveimur árum.Mynd/lögreglan
Rannsóknin sýnir að aðgengi þessa aldurshóps að kannabisefnum mælist einnig svipað og fyrir sextán árum. Viðhorf unglinga til skaðsemi efnanna hefur mildast nokkuð og er mikill munur á viðhorfi unglinganna frá því sem var 2007.

 

Í fréttatilkynningu segir að þrátt fyrir umræðu um mikinn vanda fámenns hóps unglinga á undanförnum vikum þá verði að halda því til haga að vímuefnaneysla íslenskra unglinga er með því minnsta sem gerist í Evrópu og „engin merki eru um að faraldur vímuefnaneyslu í þeim aldurshópi."- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×