Innlent

Banninu fagnað innan íþróttahreyfingarinnar

Íþróttahreyfingin stendur þétt að baki Bjarnarins í átaki gegn munntóbaksnotkun.
Íþróttahreyfingin stendur þétt að baki Bjarnarins í átaki gegn munntóbaksnotkun.
Framtak Skautafélagsins Bjarnarins í baráttu gegn munntóbaksnotkun er mikið fagnaðarefni, segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ).

 

Fréttablaðið fjallaði á dögunum um átak Bjarnarins sem hyggst banna alla notkun tóbaks á leikjum og æfingum. Verður leikmönnum bannað að nota tóbak á æfingum og áhorfendum verður ekki hleypt inn með tóbak í vörinni.

 

„Þetta er frábært hjá þeim og flott að fara í þetta,“ segir Líney. „Við höfum verið að vinna að þessu innan ÍSÍ og meðal annars hvatt aðildarfélögin til að sporna við tóbaksnotkun.“

 

Líney segir að enn fleiri forvarnaverkefni séu í undirbúningi og munu senn koma til framkvæmda.  „Munntóbaksnotkun er eitthvað sem íþróttahreyfingin vill sporna við. Það eru nefnilega margir sem halda að munntóbak sé nánast skaðlaust, sem er alrangt því að þetta er mjög heilsuspillandi og hættulegt.“- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×