Innlent

Hryssa kastaði tveimur sprækum folöldum

Tvíburafolöldin. Litlu hryssurnar með móður sinni. Þær hafa ekki fengið nafn.
Tvíburafolöldin. Litlu hryssurnar með móður sinni. Þær hafa ekki fengið nafn.
„Þetta var reglulega óvænt,“ segir Guðjón Antonsson á Hvolsvelli um hryssu sína sem kastaði tveimur folöldum aðfaranótt mánudags. Hryssan er ásamt fleiri hrossum á Skeggjastöðum í Vestur-Landeyjum. Sjaldgæft er að hryssur eignist tvíburafolöld.

 

„Ég fór þarna nóttina sem hún kastaði. Það voru komin tvö folöld og ég hélt í fyrstu að tvær hryssur væru kastaðar. Svo kom í ljós að það var önnur hryssa að reyna að stela öðru folaldinu hennar. Það leyndi sér ekki að hún átti bæði folöldin.“

 

Hryssan frjósama eignaðist tvær hryssur sem eru sprækar og fá nóg að drekka hjá móður sinni. Önnur þeirra er heldur minni en hin, eins og oft vill verða með tvíburafolöld, en hún gefur systur sinni samt ekkert eftir.

 

Halldór Kristinn, sonur Guðjóns, kveðst í samtali við Fréttablaðið hafa farið að skoða folöldin, annað sé rautt en hitt móvindótt. Þau eru vel ættuð, út af Ófeigi frá Flugumýri og Eldjárn frá Tjaldhólum.

 

Halldór Kristinn og Guðjón reka hrossabúskap á Skeggjastöðum og eru þar með 50 til 60 hross. Þeir fá upp undir tuttugu folöld á ári og selja sum til lífs en önnur í kjötframleiðslu.- jss


Tengdar fréttir

VG forðast ekki að greiða virðisaukaskatt

Samfylkingin áréttir að flokkurinn hafi keypt þjónustu af fjölmörgum aðilum í hótel- og veitingahúsarekstri á síðustu árum. Í tilkynningu frá flokknum segir að Samfylkingin forðist ekki á nokkurn hátt að nýta þjónustu aðila sem tilheyri Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×