Horfðu til himins Óli Kr. Ármannsson skrifar 2. júní 2011 06:00 Í vikunni birti Seðlabanki Íslands árvissa skýrslu sína um fjármálastöðugleika í landinu. Í henni er dregin upp mynd af stöðu fjármálakerfisins og umhverfi. Í umfjöllun um skýrsluna hefur mest farið fyrir lýsingu á þeim atriðum þar sem skórinn kreppir enn. Ef til vill er það engin furða því enn ríkir óvissa um ýmsa hluti, svo sem gæði eignasafna bankanna og endanlegt umfang skuldavanda bæði fyrirtækja og heimila. Svo er krónan náttúrlega í höftum og gjaldeyriskreppan því óleyst mál. Hins vegar er líka vert að halda því til haga að víða hefur vel tekist til og horfur bjartari en margur gerði ráð fyrir. Meira að segja mætti ganga svo langt að segja að mesta furða sé hversu vel landið standi miðað við að hafa verið reist við úr algjöru efnahagshruni, bæði gjaldmiðils og fjármálakerfis. Fjármálastöðugleika hefur þrátt fyrir allt verið náð og hagvöxtur er hafinn, þótt hann kunni að vera minni en vonast hafði verið til. Fyrir það er vert að vera þakklátur. Í formála Más Guðmundssonar seðlabankastjóra að skýrslu bankans bendir hann enda á að aðgerðir sem miði að stöðugleika í þjóðarbúskapnum hafi skilað verulegum árangri, jafnvægi í honum sé betra og undirliggjandi sé viðskiptaafgangur, auk þess sem framgangur áætlunar um afgang á ríkissjóði á komandi árum og mikill gjaldeyrisforði hafi búið til þau skilyrði að hægt væri að hefja losun hafta á gjaldeyrisútstreymi. Þá má líka fagna því að fyrst að forða tókst því að hlutir þróuðust á versta veg eftir atkvæðagreiðsluna um Icesave eru líkur á að opnist fyrir aðgang ríkisins að erlendum lánamörkuðum. Seðlabankastjóri bendir á að þar vegi þungt að alþjóðleg matsfyrirtæki hafi ákveðið, þrátt fyrir að hafa gefið annað í skyn, að breyta ekki mati sínu á lánshæfi landsins þegar í ljós kom að Norðurlandaríkin staðfestu áframhaldandi fjármögnun á efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. „Jákvæð þróun á öðrum sviðum, svo sem ný skýrsla um að skuldastaða bæði þjóðarbúsins og hins opinbera verði til lengdar vel viðráðanleg, ásamt upplýsingum um meiri endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans en áður hafði verið gert ráð fyrir, sem ráðstafað verður til greiðslu kröfu breska fjármálaráðuneytisins og hollenska ríkisins, stuðlaði einnig að þessari niðurstöðu,“ bendir seðlabankastjóri á. Útvarpsstöð nokkur sem víða næst endurspeglar glöggt hvernig reiði og vonbrigði vegna hrunsins geta slegið fólk blindu á það sem þó hefur verið gert til viðreisnar. „Bölmóðssýki og brestir bera vott um styggð / lymskufullir lestir útiloka dyggð,“ segir í lagi Nýdanskrar, Horfðu til himins. Líkast til eru flestir sammála um hvert skuli stefnt núna þegar mallað er rétt yfir botni efnahagslægðarinnar. Og þótt ágreiningur kunni að vera um leiðina breytir það ekki því að einhverja leið þarf að velja. Hana þurfa síðan allir að fara, verandi á sama báti. Í frétt í blaði dagsins segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra skýrslu Seðlabankans sýna að óvissa sé á undanhaldi á einhverjum sviðum og að málin þróist í rétta átt. Vonandi verður svo áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Í vikunni birti Seðlabanki Íslands árvissa skýrslu sína um fjármálastöðugleika í landinu. Í henni er dregin upp mynd af stöðu fjármálakerfisins og umhverfi. Í umfjöllun um skýrsluna hefur mest farið fyrir lýsingu á þeim atriðum þar sem skórinn kreppir enn. Ef til vill er það engin furða því enn ríkir óvissa um ýmsa hluti, svo sem gæði eignasafna bankanna og endanlegt umfang skuldavanda bæði fyrirtækja og heimila. Svo er krónan náttúrlega í höftum og gjaldeyriskreppan því óleyst mál. Hins vegar er líka vert að halda því til haga að víða hefur vel tekist til og horfur bjartari en margur gerði ráð fyrir. Meira að segja mætti ganga svo langt að segja að mesta furða sé hversu vel landið standi miðað við að hafa verið reist við úr algjöru efnahagshruni, bæði gjaldmiðils og fjármálakerfis. Fjármálastöðugleika hefur þrátt fyrir allt verið náð og hagvöxtur er hafinn, þótt hann kunni að vera minni en vonast hafði verið til. Fyrir það er vert að vera þakklátur. Í formála Más Guðmundssonar seðlabankastjóra að skýrslu bankans bendir hann enda á að aðgerðir sem miði að stöðugleika í þjóðarbúskapnum hafi skilað verulegum árangri, jafnvægi í honum sé betra og undirliggjandi sé viðskiptaafgangur, auk þess sem framgangur áætlunar um afgang á ríkissjóði á komandi árum og mikill gjaldeyrisforði hafi búið til þau skilyrði að hægt væri að hefja losun hafta á gjaldeyrisútstreymi. Þá má líka fagna því að fyrst að forða tókst því að hlutir þróuðust á versta veg eftir atkvæðagreiðsluna um Icesave eru líkur á að opnist fyrir aðgang ríkisins að erlendum lánamörkuðum. Seðlabankastjóri bendir á að þar vegi þungt að alþjóðleg matsfyrirtæki hafi ákveðið, þrátt fyrir að hafa gefið annað í skyn, að breyta ekki mati sínu á lánshæfi landsins þegar í ljós kom að Norðurlandaríkin staðfestu áframhaldandi fjármögnun á efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. „Jákvæð þróun á öðrum sviðum, svo sem ný skýrsla um að skuldastaða bæði þjóðarbúsins og hins opinbera verði til lengdar vel viðráðanleg, ásamt upplýsingum um meiri endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans en áður hafði verið gert ráð fyrir, sem ráðstafað verður til greiðslu kröfu breska fjármálaráðuneytisins og hollenska ríkisins, stuðlaði einnig að þessari niðurstöðu,“ bendir seðlabankastjóri á. Útvarpsstöð nokkur sem víða næst endurspeglar glöggt hvernig reiði og vonbrigði vegna hrunsins geta slegið fólk blindu á það sem þó hefur verið gert til viðreisnar. „Bölmóðssýki og brestir bera vott um styggð / lymskufullir lestir útiloka dyggð,“ segir í lagi Nýdanskrar, Horfðu til himins. Líkast til eru flestir sammála um hvert skuli stefnt núna þegar mallað er rétt yfir botni efnahagslægðarinnar. Og þótt ágreiningur kunni að vera um leiðina breytir það ekki því að einhverja leið þarf að velja. Hana þurfa síðan allir að fara, verandi á sama báti. Í frétt í blaði dagsins segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra skýrslu Seðlabankans sýna að óvissa sé á undanhaldi á einhverjum sviðum og að málin þróist í rétta átt. Vonandi verður svo áfram.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun