Klámkynslóðin? Sigga Dögg skrifar 8. júní 2011 15:00 Ég var nýverið á mjög áhugaverðum fyrirlestri um nethegðun unglinga. Fyrirlesarinn var frá SAFT-samtökunum og rakti ýmsar tölulegar staðreyndir um netnotkun okkar Íslendinga. Flestöll heimili í landinu eru nettengd og meirihluti unglinga fer nær daglega á netið. Um helmingur unglinga játaði að fara á netið þrátt fyrir að foreldrar bönnuðu það og stór hluti hafði séð klám á netinu, hvort sem það var af tilviljun eða einbeittum vilja. Fullorðna fólkið fussar og sveiar og talar um hversu afbrigðileg unga kynslóðin er með sínum hárlausu kynfærum og hópsamförum. Sumir ganga svo langt að kenna heila kynslóð af börnum við klám og signir sig þegar það hugsar til þess hvert heimurinn sé að stefna þegar klám er talið „eðlileg“ kynhegðun. Ég segi andaðu inn og út nokkrum sinnum áður en þú ferð að vorkenna „blessuðum“ börnunum og afskrifa þau sem skemmd epli. Fullorðna fólkið hefur alltaf haft áhyggjur af yngri kynslóðum, sérstaklega þegar kemur að kynhegðun. Eigin hegðun forðum daga virðist hafa orðið gleymskunni að bráð. Fyrir tíma internetsins (eða rokktónlistar) gat fólk hamið sig. Það hittist bara einu sinni í mánuði á skipulögðum skemmtunum þar sem innilegur vangadans með hönd á rasskinn þótti gróft og kossar voru allir tungulausir. Í dag er öldin önnur og börnin eru að stilla sér upp í eggjandi stellingum, smella af mynd og deila með umheiminum. Fullorðna fólkið virðist halda að unglingarnir skelli sér á næsta bar til að hitta ónafngreinda internetvini og sendi þeim svo gróf kynlífsmyndbönd af sér. Rannsókn SAFT leiddi í ljós að þau börn sem fóru að hitta „ókunnuga“ internetvini fóru oftast í fylgd með öðrum vini og fæstir voru tilbúnir til að senda einhverjum kynlífsmyndband eða eggjandi myndir af sér. Þá sögðust börnin einnig gera greinarmun á klámi og „raunverulegu“ kynlífi (þó ber að taka fram að hegðun og viðhorf fer ekki alltaf saman). Þessar niðurstöður voru sambærilegar öðrum rannsóknum sem gerðar voru á Norðurlöndunum. Það eru ekki börnin sem eru verst í þessum málum heldur erum það „við“, fullorðna fólkið. Það erum við sem dæmum þau því við kunnum ekki á internetið og hegðum okkur því á fyrrgreindan hátt. Það virðist bara vera að kynhegðun unglinga sé óþægileg og því er auðveldara að úrskurða hana sem ranga. Ég legg til að við hættum að dæma aðra og verum góðar fyrirmyndir, notum internetið skynsamlega og fræðum börnin fordómalaust í stað þess að stimpla þau sem sóðabrækur.Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Ég var nýverið á mjög áhugaverðum fyrirlestri um nethegðun unglinga. Fyrirlesarinn var frá SAFT-samtökunum og rakti ýmsar tölulegar staðreyndir um netnotkun okkar Íslendinga. Flestöll heimili í landinu eru nettengd og meirihluti unglinga fer nær daglega á netið. Um helmingur unglinga játaði að fara á netið þrátt fyrir að foreldrar bönnuðu það og stór hluti hafði séð klám á netinu, hvort sem það var af tilviljun eða einbeittum vilja. Fullorðna fólkið fussar og sveiar og talar um hversu afbrigðileg unga kynslóðin er með sínum hárlausu kynfærum og hópsamförum. Sumir ganga svo langt að kenna heila kynslóð af börnum við klám og signir sig þegar það hugsar til þess hvert heimurinn sé að stefna þegar klám er talið „eðlileg“ kynhegðun. Ég segi andaðu inn og út nokkrum sinnum áður en þú ferð að vorkenna „blessuðum“ börnunum og afskrifa þau sem skemmd epli. Fullorðna fólkið hefur alltaf haft áhyggjur af yngri kynslóðum, sérstaklega þegar kemur að kynhegðun. Eigin hegðun forðum daga virðist hafa orðið gleymskunni að bráð. Fyrir tíma internetsins (eða rokktónlistar) gat fólk hamið sig. Það hittist bara einu sinni í mánuði á skipulögðum skemmtunum þar sem innilegur vangadans með hönd á rasskinn þótti gróft og kossar voru allir tungulausir. Í dag er öldin önnur og börnin eru að stilla sér upp í eggjandi stellingum, smella af mynd og deila með umheiminum. Fullorðna fólkið virðist halda að unglingarnir skelli sér á næsta bar til að hitta ónafngreinda internetvini og sendi þeim svo gróf kynlífsmyndbönd af sér. Rannsókn SAFT leiddi í ljós að þau börn sem fóru að hitta „ókunnuga“ internetvini fóru oftast í fylgd með öðrum vini og fæstir voru tilbúnir til að senda einhverjum kynlífsmyndband eða eggjandi myndir af sér. Þá sögðust börnin einnig gera greinarmun á klámi og „raunverulegu“ kynlífi (þó ber að taka fram að hegðun og viðhorf fer ekki alltaf saman). Þessar niðurstöður voru sambærilegar öðrum rannsóknum sem gerðar voru á Norðurlöndunum. Það eru ekki börnin sem eru verst í þessum málum heldur erum það „við“, fullorðna fólkið. Það erum við sem dæmum þau því við kunnum ekki á internetið og hegðum okkur því á fyrrgreindan hátt. Það virðist bara vera að kynhegðun unglinga sé óþægileg og því er auðveldara að úrskurða hana sem ranga. Ég legg til að við hættum að dæma aðra og verum góðar fyrirmyndir, notum internetið skynsamlega og fræðum börnin fordómalaust í stað þess að stimpla þau sem sóðabrækur.Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun