Nýir valkostir Steinunn Stefánsdóttir skrifar 4. júní 2011 07:30 Aðeins liðlega hálft prósent bílaflota landsmanna gengur fyrir öðru eldsneyti en bensíni og dísilolíu eða rétt rúmlega eitt þúsund bílar. Þar af er meira en helmingurinn svokallaðir tvinnbílar sem knúnir eru bæði bensíni og rafmagni, því næst koma metanbílar sem ýmist ganga eingöngu fyrir metani eða bæði fyrir metani og bensíni. Þá eru ótaldir sextán vetnisbílar og tíu rafmagnsbílar. Þessar tölur gefa vissulega ekki beinlínis tilefni til bjartsýni um vistvæðingu orkunnar sem samgöngutæki okkar ganga fyrir. Þó eru teikn á lofti um að undirbúningsvinna undangenginna ára sé að skila einhverjum árangri á þessu sviði. Fyrir nokkrum vikum var frá því greint hér í Fréttablaðinu að Fyrirtækið Metanorka stefndi að því að setja hér á fót metanorkuver í samstarfi við Stjörnugrís. Í orkuverinu yrði úrgangur frá svínabúinu að Melum í Melasveit nýttur til framleiðslu á metangasi, úrgangur sem að öðrum kosti nýtist ekki og er í raun heldur til trafala. Framleiðslugeta búsins á að vera næg til að uppfylla ársnotkun eitt þúsund meðalstórra fjölskyldubíla. Í þessari viku var greint frá öðru verkefni þar sem unnið er að sama markmiði, að draga úr notkun óendurnýjanlegrar orku til að knýja samgöngutæki. Verið er að reisa metanólverksmiðju á Reykjanesi á vegum nýsköpunarfyrirtækisins Carbon Recycling International en á vegum þess fyrirtækis hefur verið þróuð aðferð til að framleiða vistvænt eldsneyti. Í verksmiðjunni á að vinna metanól úr gufum sem fást úr túrbínum orkuversins í Svartsengi. Metanólinu á að blanda í bensín, fyrst í stað í svo litlu magni að hægt verður að nota blönduna á venjulegar bílvélar. Hugsanlegt er að að blandan komi á markað strax í haust. Það er meira en að segja það að bylta orkunotkun bílaflotans. Til þess að hægt sé að skipta um um orkugjafa þarf nýja orkan að vera aðgengileg og hver áfylling verður að geta knúið farartækið hundruð kílómetra. Til þess að hagkvæmt sé að setja upp áfyllingarstöðvar nýrrar orku þarf aftur nokkurn fjölda bíla sem gengur fyrir orkunni. Þarna liggur ákveðin hindrun. Svo virðist þó sem við færumst hægum skrefum nær því að vistvæn, eða í það minnsta vistvænni, orka verði aðgengilegur valkostur. Í þessari þróun þurfa neytendur líka að átta sig á því hvað er í húfi og taka nýju orkunni opnum örmum. Verkefnið er brýnt. Svo mikið er víst. Þar sem fátt fólk býr á stóru landsvæði er ljóst að alltaf mun þurfa að nota mikla orku í samgöngur. Þess vegna er afar brýnt að þróa nýja valkosti í eldsneytismálum. Hvort tveggja skiptir þar máli, að þróa valkost sem er umhverfinu vinsamlegri en sú óendurnýjanlega og umhverfisspillandi orka sem við notum nú, og hitt að ná að framleiða hér eldsneyti sem þegar upp er staðið verður ódýrari valkostur en innflutt olía og bensín því eftir því sem á þær birgðir gengur mun verðið hækka og svo halda áfram að hækka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Aðeins liðlega hálft prósent bílaflota landsmanna gengur fyrir öðru eldsneyti en bensíni og dísilolíu eða rétt rúmlega eitt þúsund bílar. Þar af er meira en helmingurinn svokallaðir tvinnbílar sem knúnir eru bæði bensíni og rafmagni, því næst koma metanbílar sem ýmist ganga eingöngu fyrir metani eða bæði fyrir metani og bensíni. Þá eru ótaldir sextán vetnisbílar og tíu rafmagnsbílar. Þessar tölur gefa vissulega ekki beinlínis tilefni til bjartsýni um vistvæðingu orkunnar sem samgöngutæki okkar ganga fyrir. Þó eru teikn á lofti um að undirbúningsvinna undangenginna ára sé að skila einhverjum árangri á þessu sviði. Fyrir nokkrum vikum var frá því greint hér í Fréttablaðinu að Fyrirtækið Metanorka stefndi að því að setja hér á fót metanorkuver í samstarfi við Stjörnugrís. Í orkuverinu yrði úrgangur frá svínabúinu að Melum í Melasveit nýttur til framleiðslu á metangasi, úrgangur sem að öðrum kosti nýtist ekki og er í raun heldur til trafala. Framleiðslugeta búsins á að vera næg til að uppfylla ársnotkun eitt þúsund meðalstórra fjölskyldubíla. Í þessari viku var greint frá öðru verkefni þar sem unnið er að sama markmiði, að draga úr notkun óendurnýjanlegrar orku til að knýja samgöngutæki. Verið er að reisa metanólverksmiðju á Reykjanesi á vegum nýsköpunarfyrirtækisins Carbon Recycling International en á vegum þess fyrirtækis hefur verið þróuð aðferð til að framleiða vistvænt eldsneyti. Í verksmiðjunni á að vinna metanól úr gufum sem fást úr túrbínum orkuversins í Svartsengi. Metanólinu á að blanda í bensín, fyrst í stað í svo litlu magni að hægt verður að nota blönduna á venjulegar bílvélar. Hugsanlegt er að að blandan komi á markað strax í haust. Það er meira en að segja það að bylta orkunotkun bílaflotans. Til þess að hægt sé að skipta um um orkugjafa þarf nýja orkan að vera aðgengileg og hver áfylling verður að geta knúið farartækið hundruð kílómetra. Til þess að hagkvæmt sé að setja upp áfyllingarstöðvar nýrrar orku þarf aftur nokkurn fjölda bíla sem gengur fyrir orkunni. Þarna liggur ákveðin hindrun. Svo virðist þó sem við færumst hægum skrefum nær því að vistvæn, eða í það minnsta vistvænni, orka verði aðgengilegur valkostur. Í þessari þróun þurfa neytendur líka að átta sig á því hvað er í húfi og taka nýju orkunni opnum örmum. Verkefnið er brýnt. Svo mikið er víst. Þar sem fátt fólk býr á stóru landsvæði er ljóst að alltaf mun þurfa að nota mikla orku í samgöngur. Þess vegna er afar brýnt að þróa nýja valkosti í eldsneytismálum. Hvort tveggja skiptir þar máli, að þróa valkost sem er umhverfinu vinsamlegri en sú óendurnýjanlega og umhverfisspillandi orka sem við notum nú, og hitt að ná að framleiða hér eldsneyti sem þegar upp er staðið verður ódýrari valkostur en innflutt olía og bensín því eftir því sem á þær birgðir gengur mun verðið hækka og svo halda áfram að hækka.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun