Tónlist

Slayer ekki í hljóðver strax

samheldinn hópur Jeff Hanneman, gítarleikari Slayer, var bitinn af könguló í febrúar. Hljómsveitin hyggst ekki taka upp nýja plötu fyrr en hann jafnar sig.
samheldinn hópur Jeff Hanneman, gítarleikari Slayer, var bitinn af könguló í febrúar. Hljómsveitin hyggst ekki taka upp nýja plötu fyrr en hann jafnar sig.
Hljómsveitin Slayer mun ekki hefja upptökur á nýju efni fyrr en gítarleikarinn Jeff Hanneman jafnar sig á veikindum sínum. Þetta kemur fram í tímaritinu Billboard.

Hanneman þjáist af húðétandi sjúkdómi sem hann fékk í febrúar eftir alvarlegt köngulóarbit.

„Við förum ekki í hljóðver án hans,“ sagði Tom Araya, söngvari Slayer, í viðtali við Billboard. „Við gerum ekkert sem hljómsveit án hans. Hann er mikilvægur í hljómsveitinni og við þurfum á hæfileikum hans að halda. Þannig að við ætlum að bíða eftir að hann verður 100 prósent góður og getur tekið þátt í ferlinu með okkur.“

Araya segir ástand gítarleikarans alvarlegt og að það taki hann langan tíma að jafna sig. „Hann þarf á mikilli endurhæfingu að halda og verður að komast aftur í form, sagði Araya.“

Slayer gaf síðast út plötuna World Painted Blood árið 2009.- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×