Góðar fréttir af unglingunum Ólafur Stephensen skrifar 15. júní 2011 07:00 Áhyggjur af því að siðgæði næstu kynslóðar fari hrakandi eru líklega jafngamlar siðmenningunni. Þeim eldri finnst oft innprentun góðra siða, gilda og aga hafa tekizt illa hjá þeim yngri. Samt skrimtir mannkynið og má jafnvel halda því fram að margt hafi skánað í aldanna rás. Fréttir af börnum og unglingum snúast oft um einhver vandamál, ógnir og hættur sem að þeim steðja. Fjölmiðlar eru yfirfullir af fréttum um kynferðisbrot gegn börnum, áfengisdrykkju og fíkniefnaneyzlu ungmenna, námsörðugleika, brottfall úr skólum, geðraskanir, offitu- og átröskunarvanda, ólæti og afbrot. Þess vegna er líka full ástæða til að taka eftir góðu fréttunum. Í Fréttablaðinu í gær voru tvær mjög góðar fréttir af unglingum á framhaldsskólaaldri. Önnur var af niðurstöðum evrópsku vímuefnarannsóknarinnar ESPAD. Samkvæmt þeim hefur áfengisneyzla ungmenna snarminnkað undanfarin sextán ár. Í fyrra sögðust 24 prósent 15 til 16 ára unglinga hafa orðið drukkin mánuðinn áður en spurt var, en árið 1994 sögðust 64% hafa fundið á sér nýlega. Þá kom fram að aðgangur unglinga að áfengi hefði minnkað mjög á þessu árabili. Hin fréttin var af nýrri skýrslu rannsóknamiðstöðvarinnar Rannsókna og greiningar við Háskólann í Reykjavík, sem sömuleiðis byggist á ýtarlegri könnun meðal unglinga og samanburði við eldri kannanir. Hann leiðir meðal annars í ljós að áfengisneyzla hefur minnkað um tíu prósent á fjórum árum og reykingar um þriðjung hjá 16 og 17 ára framhaldsskólanemum. Þá hreyfa unglingarnir sig meira en áður og verja meiri tíma með foreldrum sínum. Nákvæm gögn vantar um ástandið á foreldrum þessara barna þegar þeir voru á sama aldri en ýmislegt bendir til að ungmennin taki foreldrum sínum jafnvel fram í hollu líferni og bindindissemi. Það er auðvitað ekki bara þeim sjálfum að þakka; þrotlaust forvarnastarf þeirra sem eldri eru virðist hafa borið nokkurn árangur. Og börn eyddu varla meiri tíma með foreldrum sínum nema af því að foreldrarnir gefa sér þann tíma í samveruna. Í könnun Rannsókna og greiningar er ýmislegt sem telja má neikvætt; til dæmis kemur fram að lestur 16 og 17 ára krakka á bæði bókum og blöðum hefur minnkað talsvert á fjórum árum. Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri rannsóknamiðstöðvarinnar, segir við Fréttablaðið að það kunni að endurspegla að lestur unglinga hafi færzt yfir á netsíður og ný raftæki á borð við iPad. Það er áreiðanlega rétt hjá Jóni. Þessi kynslóð er líkleg til að lesa meira á tölvuskjá en á pappír og það þarf alls ekki að vera slæmt, ef innihaldið er uppbyggilegt. En kannanir sem mæla hagi ungmenna þurfa auðvitað líka að taka mið af slíkum breytingum í samfélagsháttum. Svo mikið er víst að þeir sem eru nú í framhaldsskóla kunna betur á tölvur og ýmis tól en foreldrar þeirra flestra geta látið sig dreyma um að gera. Þeir eru með opnari huga og víðari sjóndeildarhring og eiga fleiri tækifæri. Sennilega þarf ekki að hafa of miklar áhyggjur af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Áhyggjur af því að siðgæði næstu kynslóðar fari hrakandi eru líklega jafngamlar siðmenningunni. Þeim eldri finnst oft innprentun góðra siða, gilda og aga hafa tekizt illa hjá þeim yngri. Samt skrimtir mannkynið og má jafnvel halda því fram að margt hafi skánað í aldanna rás. Fréttir af börnum og unglingum snúast oft um einhver vandamál, ógnir og hættur sem að þeim steðja. Fjölmiðlar eru yfirfullir af fréttum um kynferðisbrot gegn börnum, áfengisdrykkju og fíkniefnaneyzlu ungmenna, námsörðugleika, brottfall úr skólum, geðraskanir, offitu- og átröskunarvanda, ólæti og afbrot. Þess vegna er líka full ástæða til að taka eftir góðu fréttunum. Í Fréttablaðinu í gær voru tvær mjög góðar fréttir af unglingum á framhaldsskólaaldri. Önnur var af niðurstöðum evrópsku vímuefnarannsóknarinnar ESPAD. Samkvæmt þeim hefur áfengisneyzla ungmenna snarminnkað undanfarin sextán ár. Í fyrra sögðust 24 prósent 15 til 16 ára unglinga hafa orðið drukkin mánuðinn áður en spurt var, en árið 1994 sögðust 64% hafa fundið á sér nýlega. Þá kom fram að aðgangur unglinga að áfengi hefði minnkað mjög á þessu árabili. Hin fréttin var af nýrri skýrslu rannsóknamiðstöðvarinnar Rannsókna og greiningar við Háskólann í Reykjavík, sem sömuleiðis byggist á ýtarlegri könnun meðal unglinga og samanburði við eldri kannanir. Hann leiðir meðal annars í ljós að áfengisneyzla hefur minnkað um tíu prósent á fjórum árum og reykingar um þriðjung hjá 16 og 17 ára framhaldsskólanemum. Þá hreyfa unglingarnir sig meira en áður og verja meiri tíma með foreldrum sínum. Nákvæm gögn vantar um ástandið á foreldrum þessara barna þegar þeir voru á sama aldri en ýmislegt bendir til að ungmennin taki foreldrum sínum jafnvel fram í hollu líferni og bindindissemi. Það er auðvitað ekki bara þeim sjálfum að þakka; þrotlaust forvarnastarf þeirra sem eldri eru virðist hafa borið nokkurn árangur. Og börn eyddu varla meiri tíma með foreldrum sínum nema af því að foreldrarnir gefa sér þann tíma í samveruna. Í könnun Rannsókna og greiningar er ýmislegt sem telja má neikvætt; til dæmis kemur fram að lestur 16 og 17 ára krakka á bæði bókum og blöðum hefur minnkað talsvert á fjórum árum. Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri rannsóknamiðstöðvarinnar, segir við Fréttablaðið að það kunni að endurspegla að lestur unglinga hafi færzt yfir á netsíður og ný raftæki á borð við iPad. Það er áreiðanlega rétt hjá Jóni. Þessi kynslóð er líkleg til að lesa meira á tölvuskjá en á pappír og það þarf alls ekki að vera slæmt, ef innihaldið er uppbyggilegt. En kannanir sem mæla hagi ungmenna þurfa auðvitað líka að taka mið af slíkum breytingum í samfélagsháttum. Svo mikið er víst að þeir sem eru nú í framhaldsskóla kunna betur á tölvur og ýmis tól en foreldrar þeirra flestra geta látið sig dreyma um að gera. Þeir eru með opnari huga og víðari sjóndeildarhring og eiga fleiri tækifæri. Sennilega þarf ekki að hafa of miklar áhyggjur af þeim.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun