Innlent

Átak gegn svartri vinnu

Fyrirtæki verða sótt heim í haust og þeim leiðbeint um hvernig standi eigi rétt að ráðningum og skattaskilum.FréttablaðiÐ/gva
Fyrirtæki verða sótt heim í haust og þeim leiðbeint um hvernig standi eigi rétt að ráðningum og skattaskilum.FréttablaðiÐ/gva
Alþýðusamband Íslands, Ríkisskattstjóri og Samtök atvinnulífsins kynntu í gær átak til eflingar góðra atvinnuhátta sem sérstaklega er beint gegn svartri atvinnustarfsemi. Kveðið var á um slíkt átak í nýgerðum kjarasamningum.

„Það er mat Ríkisskattstjóra að svört atvinnustarfsemi hafi færst hér í aukana á síðustu misserum og styðja SA og ASÍ það mat," segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Átakið ber yfirskriftina: Leggur þú þitt af mörkum? Því er ætlað að hvetja atvinnurekendur og launafólk til að standa rétt að samningum sín á milli.

Skúli segir að 12 til 14 einstaklingar muni fara út í nokkur hundruð lítil og meðalstór fyrirtæki á næstu þremur mánuðum og verði kröftunum beint að þeim atvinnugreinum þar sem líkur á svartri atvinnustarfsemi eru taldar mestar.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×