Innlent

Braust inn til fyrrverandi sambýliskonu

Mynd úr safni
Karlmaður var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Austurlands í fyrradag fyrir að brjótast tvívegis inn til fyrrverandi sambýliskonu sinnar og taka þaðan ýmsan húsbúnað sem hann taldi sig eiga.

Maðurinn játaði brot sitt skýlaust. Í niðurstöðu dómsins segir að með hliðsjón af því að maðurinn játaði brot sitt, og því að brot hans beindust að heimili fyrrverandi sambýliskonu hans, en jafnframt því að ekki er að sjá að ásetningur hans hafi staðið til þess að ógna fyrrverandi sambýliskonunni, sem var ekki í íbúðinni er brotið var framið, þykir dómara réttast að dæma manninn í 30 daga skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×