Innlent

Samin til að vernda hlutleysisstefnuna

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson
Lagagrein í almennu hegningarlögunum frá 1940 þar sem segir að hver sá sem ráði menn innan íslenska ríkisins til erlendrar herþjónustu skuli sæta fangelsi allt að tveimur árum var líklega samin til þess að vernda hlutleysisstefnuna. Þetta er mat Birgis Loftssonar, sagnfræðings og höfundar Hernaðarsögu Íslands 1170 til 1581.

„Ég hef ekki rannsakað þetta sérstaklega en árið 1940 voru Íslendingar að búa sig undir að taka yfir utanríkismál sín en fyrst og fremst að búa sig undir stríðsátökin. Mín kenning er sú að menn hafi óttast að hlutleysi Íslands yrði stefnt í voða og þess vegna viljað koma í veg fyrir að Íslendingar yrðu ráðnir í heri bandamanna eða Þjóðverja. Reyndar voru sett sérstök lög 1939 um komu erlendra herskipa til Íslands sem miðuðu að sama marki, nefnilega að koma í veg fyrir að Ísland drægist inn í átökin. Þannig má segja að þessi lög séu barn síns tíma og þar af leiðandi úrelt,“ segir Birgir. - ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×