Innlent

Upplýsingar um tafir mikilvægar

Hagsmunir neytenda vega þyngra en viðskiptahagsmunir fyrirtækja, segir Talsmaður neytenda. Fréttablaðið/Daníel
Hagsmunir neytenda vega þyngra en viðskiptahagsmunir fyrirtækja, segir Talsmaður neytenda. Fréttablaðið/Daníel
„Ég tel að hagsmunir neytenda af því að fá upplýsingar um tíðni tafa og fjölmiðla fyrir þeirra hönd vegi þyngra en viðskiptahagsmunir fyrirtækja að halda svona upplýsingum leyndum,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda.

Fréttablaðið greindi frá því í gær að flugfélagið Iceland Express hefði staðist áætlun í 36,2 prósentum tilvika í fyrrasumar. Forstjóri Iceland Express segir stundvísina hafa batnað. Hann segir unnið hörðum höndum að því að ná stundvísi upp í 75 prósent. Þó hefur flugi félagsins seinkað mikið í þessum mánuði.

Talsmaður neytenda getur lögum samkvæmt beðið Isavia, sem annast rekstur flugvalla hérlendis, um upplýsingar um tafir á áætlanaflugi neiti fyrirtækið að birta þær. Kanna þarf hvort málið tengist broti gegn neytendum ef krefja á fyrirtæki um upplýsingar. Isavia er opinbert hlutafélag.

Fréttablaðið hefur óskað eftir því að fá aðgang að gögnum Isavia um það hvernig öll flugfélögin hafa staðist áætlun frá í fyrrahaust. Upplýsingafulltrúi Isavia segir tölfræðina ekki hafa verið gerða opinbera til þessa.

- jab / sjá síðu 6




Fleiri fréttir

Sjá meira


×