Innlent

Hjólar tæpa 700 kílómetra

Á silfurtorgi Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, kvaddi Hávarð á Silfurtorgi bæjarins áður en hann lagði upp í ferðina.
Á silfurtorgi Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, kvaddi Hávarð á Silfurtorgi bæjarins áður en hann lagði upp í ferðina.
Hávarður Tryggvason lagði í gær af stað í tæplega 700 kílómetra langa hjólaferð um Vestfirði.

Hávarður hjólar til styrktar Grensásdeild og er það hluti af átakinu Á rás fyrir Grensás. Hægt er að styrkja hann í gegnum heimasíðu Grensásdeildar.

Hann lagði af stað frá Ísafirði á miðvikudag. Hann mun hjóla í vestur í gegnum Bíldudal og Patreksfjörð, Flókalund, innfirði Breiðafjarðar, Steinadalsheiði, á Hólmavík og Ísafjarðardjúp aftur til Ísafjarðar. Ferðalagið er tæpir 700 kílómetrar og fimm þúsund metra hækkanir yfir fjallvegi.- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×