Innlent

Yfirvinnubann í dag ef ekki tekst að semja

„Þetta mjakast. Við bindum vonir við að endar náist saman.“ sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair í gærkvöldi. Sáttafundur í kjaradeilu Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair, sem hófst klukkan hálftíu í gærmorgun, stóð enn yfir hjá Ríkissáttasemjara þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi.

Ef ekki næst að semja fyrir klukkan 14 í dag hefst yfirvinnubann hjá flugmönnum Icelandair. Guðjón gat ekki sagt til um hvenær bannið tæki að hafa áhrif á millilandaflug.

- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×