Innlent

Setja varaforða olíu á markað

Olíuverðið lækkaði í Bandaríkjunum eins og annars staðar.fréttablaðið/ap
Olíuverðið lækkaði í Bandaríkjunum eins og annars staðar.fréttablaðið/ap
Alþjóða orkumálastofnunin og orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna ætla að setja sextíu milljónir olíutunna á markað á næstu þrjátíu dögum. Tunnurnar eru hluti af varaforða Bandaríkjanna og Alþjóða orkumálastofnunarinnar.

Gripið var til þessara aðgerða til að vega upp á móti minnkandi framleiðslu á olíu vegna átaka í Líbíu og öðrum löndum. Orkumálaráðherra Bandaríkjanna, Steven Chu, sagði í gær að fylgst væri náið með ástandi á olíumarkaði og Bandaríkin væru tilbúin að grípa til frekari aðgerða ef þess gerðist þörf.

Olíuverð lækkaði talsvert eftir þessa tilkynningu, meðal annars á Íslandi. Flest olíufélögin lækkuðu verð á bensínlítranum um þrjár krónur í kjölfar tíðindanna. Ódýrastur er bensínlítrinn hjá Orkunni.

Varaforði Bandaríkjamanna er í sögulegu hámarki, 727 milljón tunnur. 87,5 milljónir olíutunna eru notaðar í heiminum á hverjum degi. Þar af nota Bandaríkjamenn tæpar tuttugu milljónir tunna. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×