Innlent

Stefna að því að ná sáttum

Eigandi lóðarinnar vildi láta fjarlægja húsið.
Eigandi lóðarinnar vildi láta fjarlægja húsið.
„Eigandi Hótels Hellna kom með sáttahug að máli við fjölskylduna. Það er stefnt að því að hittast um helgina og reyna að ná niðurstöðu. Vonandi verður hægt að gera sanngjarnan lóðarleigusamning,“ segir Ólína Gunnlaugsdóttir, eigandi Fjöruhússins, lítils kaffihúss á Hellnum.

Húsið stendur á lóð í landi jarðarinnar Brekkubæjar. Nýr eigandi jarðarinnar, Sverrir Hermannsson sem rekur Hótel Hellna, hafði krafist þess að kaffihúsið yrði fjarlægt vegna beinnar samkeppni við hótelstarfsemina.

Málaferlum um eignarrétt yfir lóðinni, sem hófust 2004, lauk síðastliðið haust. Ólína hafði leigt lóðina af Snæfellsbæ frá 1997 en sá samningur var ógiltur 2004, að hennar sögn.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×