Stelpurnar hafa yfirhöndina Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. júní 2011 13:30 Bridesmades er gamanmynd ársins, alla vega hingað til. Kvikmyndir. Bridesmades. Leikarar: Kristen Wiig, Maya Rudolph og Rose Byrne Leikstjóri: Paul Feig. Annie er ung kona í tilvistarkreppu. Bakaríið hennar er farið á hausinn, bólfélaginn er hrokafullur örviti og meðleigjendurnir eru útsendarar andskotans. Hún gleðst þó í einlægni þegar besta vinkona hennar biður hana um að vera heiðursbrúðarmær í brúðkaupi sínu. Brúðarmeyjahópurinn er skrautlegur og fljótlega byrjar öfund og afbrýðisemi að grassera innan hópsins. Ofan á allt saman verður Annie síðan skotin í krúttlegri írskri löggu en tilhugalífið reynist stormasamt, svo ekki sé meira sagt. Kristen Wiig er frábær leikkona. Við nánari athugun kemur í ljós að ég hef ekki séð hana í einni einustu kvikmynd, þótt hún hafi nú leikið í þeim nokkrum. Ég þarf að bæta úr þessu. Hún hefur mikla breidd, er hrikalega fyndin þegar þess er þörf, en ræður einnig vel við dramað. Góður eiginleiki sem er ekki sjálfgefinn hjá gamanleikurum. Brúðarmeyjahópurinn er reyndar bráðfyndinn eins og hann leggur sig. Mest gaman hafði ég þó af hinni brussulegu Megan (Melissa McCarthy). Búkhljóð hennar og aðrir tilburðir eiga sér enga hliðstæðu. Æðisleg persóna. Groddalegur húmorinn er smekklega útfærður. Vanalega hef ég takmarkað þol fyrir ræpubröndurum í kvikmyndum. Bræðrateymi sem kalla sig Wayans og Farelly hafa séð til þess. Bridesmaids inniheldur eina svona senu og hún er sprenghlægileg. Kannski að niðurgangur sé einfaldlega fyndnari ef aðilinn sem missir það í buxurnar er íklæddur brúðarkjól. Ég skal ekki segja. Ef ég ætti að nefna eitthvað sem mér fannst mega betur fara þá er það helst lengd myndarinnar. Gamanmyndir hafa lengst hægt og bítandi með árunum og Bridesmaids er rúmlega tvær klukkustundir að lengd. Þótt hún sé hin besta skemmtun hefði vel mátt stytta eilítið og þétta. Stundarfjórðung styttri hefði hún verið enn betri. Engu að síður er hér á ferðinni gamanmynd ársins. Allavega hingað til. Niðurstaða: Stórskemmtileg gamanmynd sem þaggar niður klisjukennt raus um að konur séu ekki fyndnar. Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Kvikmyndir. Bridesmades. Leikarar: Kristen Wiig, Maya Rudolph og Rose Byrne Leikstjóri: Paul Feig. Annie er ung kona í tilvistarkreppu. Bakaríið hennar er farið á hausinn, bólfélaginn er hrokafullur örviti og meðleigjendurnir eru útsendarar andskotans. Hún gleðst þó í einlægni þegar besta vinkona hennar biður hana um að vera heiðursbrúðarmær í brúðkaupi sínu. Brúðarmeyjahópurinn er skrautlegur og fljótlega byrjar öfund og afbrýðisemi að grassera innan hópsins. Ofan á allt saman verður Annie síðan skotin í krúttlegri írskri löggu en tilhugalífið reynist stormasamt, svo ekki sé meira sagt. Kristen Wiig er frábær leikkona. Við nánari athugun kemur í ljós að ég hef ekki séð hana í einni einustu kvikmynd, þótt hún hafi nú leikið í þeim nokkrum. Ég þarf að bæta úr þessu. Hún hefur mikla breidd, er hrikalega fyndin þegar þess er þörf, en ræður einnig vel við dramað. Góður eiginleiki sem er ekki sjálfgefinn hjá gamanleikurum. Brúðarmeyjahópurinn er reyndar bráðfyndinn eins og hann leggur sig. Mest gaman hafði ég þó af hinni brussulegu Megan (Melissa McCarthy). Búkhljóð hennar og aðrir tilburðir eiga sér enga hliðstæðu. Æðisleg persóna. Groddalegur húmorinn er smekklega útfærður. Vanalega hef ég takmarkað þol fyrir ræpubröndurum í kvikmyndum. Bræðrateymi sem kalla sig Wayans og Farelly hafa séð til þess. Bridesmaids inniheldur eina svona senu og hún er sprenghlægileg. Kannski að niðurgangur sé einfaldlega fyndnari ef aðilinn sem missir það í buxurnar er íklæddur brúðarkjól. Ég skal ekki segja. Ef ég ætti að nefna eitthvað sem mér fannst mega betur fara þá er það helst lengd myndarinnar. Gamanmyndir hafa lengst hægt og bítandi með árunum og Bridesmaids er rúmlega tvær klukkustundir að lengd. Þótt hún sé hin besta skemmtun hefði vel mátt stytta eilítið og þétta. Stundarfjórðung styttri hefði hún verið enn betri. Engu að síður er hér á ferðinni gamanmynd ársins. Allavega hingað til. Niðurstaða: Stórskemmtileg gamanmynd sem þaggar niður klisjukennt raus um að konur séu ekki fyndnar.
Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira