Hvað er áróður? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 30. júní 2011 07:00 Deilan um auglýsingar alþjóðlegu dýraverndunarsamtakanna IFAW og Samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja í Leifsstöð er áhugaverð. Í auglýsingunum voru ferðamenn hvattir til að skoða hvali fremur en að leggja sér þá til munns. Fólk var hvatt til að yfirgefa ekki Ísland með óbragð í munni. Auglýsingarnar voru samþykktar af Isavia, sem rekur Leifsstöð, og héngu þar uppi í nokkrar vikur. Eftir kvartanir frá Hrefnuveiðimönnum ehf., sem sögðu auglýsingarnar áróður og árás á eina atvinnugrein, endurskoðaði Isavia afstöðu sína til auglýsinganna. IFAW var boðið að breyta þeim í samráði við fyrirtækið. Því boði var ekki tekið og auglýsingarnar hafa því verið teknar niður. Isavia vísar til ákvæða í samningi sem var gerður um birtingu auglýsinganna, en þar segir meðal annars að auglýsingar skuli vera samkvæmt siðareglum um auglýsingar og á engan hátt stríða gegn almennri siðferðisvitund. „Leigusala er heimilt að koma með greinargóðar athugasemdir vegna auglýsinga eða kynningarmuna leigutaka ef honum sýnist sem útlit þeirra brjóti í bága við ímynd flugstöðvarinnar. Athugasemdirnar skulu vera málefnalegar og rökstuddar. Leigutaki skal leitast við að taka tillit til athugasemdanna," segir í samningstextanum. Ekki verður séð að auglýsingar IFAW og hvalaskoðunarmanna hafi á nokkurn hátt brotið gegn almennri siðferðisvitund. Og greinilega hafa þær ekki brotið gegn siðferðisvitund starfsmanna Isavia heldur, þ.e. ekki fyrr en hagsmunaaðilar kvörtuðu undan þeim. Hafi athugasemdir Isavia verið málefnalegar og rökstuddar hefur sá rökstuðningur að minnsta kosti ekki komið fram opinberlega. Hugsanlega getur Isavia hangið á því að auglýsingarnar hafi farið í bága við „ímynd flugstöðvarinnar". Flugstöðvar víða um heim eru vissulega oftast eins og útstillingarkassar fyrir land og þjóð; birta áferðarfallegar glansmyndir af blómlegum héruðum, stórfenglegum náttúrufyrirbærum og brosandi fólki. Á Entebbe-flugvelli í Úganda var í vetur mikið af kosningaplakötum með myndum af hinum ástsæla Museweni forseta en engar auglýsingar frá mótframbjóðendunum. Er það ekki einmitt þessi glansmynd sem er áróður? Er eitthvað að því að ferðamenn sem hingað koma, sem sennilega eru flestir með einhverja hugsun í kollinum, viti að ekki eru allir sammála um til dæmis hvalveiðar og þátt þeirra í ferðaþjónustu? Ef umhverfisverndarsamtökum dytti í hug að birta auglýsingar í Leifsstöð þar sem ferðamenn væru hvattir til að ganga vel um náttúru Íslands, af því að hún lægi víða undir skemmdum vegna átroðnings hundraða þúsunda ferðamanna, væri það þá óæskilegt kusk á glansmyndinni, áróður sem ætti að banna? Það er orðið ögn klisjukennt að rifja upp hvað bankahrunið átti að hafa kennt okkur – en samt ástæða til að minna á að eitt af því er að það er ekki æskilegt að þjóðarsamstaða ríki um að ein atvinnugrein sé æðisleg, hafi bókstaflega enga galla og um hana séu engar deilur. Þá gildir einu hvort það er fjármálaþjónusta, hvalveiðar eða ferðaþjónusta. Útlendingar hljóta að mega vita að á Íslandi fari fram frjálsar og opinskáar umræður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Deilan um auglýsingar alþjóðlegu dýraverndunarsamtakanna IFAW og Samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja í Leifsstöð er áhugaverð. Í auglýsingunum voru ferðamenn hvattir til að skoða hvali fremur en að leggja sér þá til munns. Fólk var hvatt til að yfirgefa ekki Ísland með óbragð í munni. Auglýsingarnar voru samþykktar af Isavia, sem rekur Leifsstöð, og héngu þar uppi í nokkrar vikur. Eftir kvartanir frá Hrefnuveiðimönnum ehf., sem sögðu auglýsingarnar áróður og árás á eina atvinnugrein, endurskoðaði Isavia afstöðu sína til auglýsinganna. IFAW var boðið að breyta þeim í samráði við fyrirtækið. Því boði var ekki tekið og auglýsingarnar hafa því verið teknar niður. Isavia vísar til ákvæða í samningi sem var gerður um birtingu auglýsinganna, en þar segir meðal annars að auglýsingar skuli vera samkvæmt siðareglum um auglýsingar og á engan hátt stríða gegn almennri siðferðisvitund. „Leigusala er heimilt að koma með greinargóðar athugasemdir vegna auglýsinga eða kynningarmuna leigutaka ef honum sýnist sem útlit þeirra brjóti í bága við ímynd flugstöðvarinnar. Athugasemdirnar skulu vera málefnalegar og rökstuddar. Leigutaki skal leitast við að taka tillit til athugasemdanna," segir í samningstextanum. Ekki verður séð að auglýsingar IFAW og hvalaskoðunarmanna hafi á nokkurn hátt brotið gegn almennri siðferðisvitund. Og greinilega hafa þær ekki brotið gegn siðferðisvitund starfsmanna Isavia heldur, þ.e. ekki fyrr en hagsmunaaðilar kvörtuðu undan þeim. Hafi athugasemdir Isavia verið málefnalegar og rökstuddar hefur sá rökstuðningur að minnsta kosti ekki komið fram opinberlega. Hugsanlega getur Isavia hangið á því að auglýsingarnar hafi farið í bága við „ímynd flugstöðvarinnar". Flugstöðvar víða um heim eru vissulega oftast eins og útstillingarkassar fyrir land og þjóð; birta áferðarfallegar glansmyndir af blómlegum héruðum, stórfenglegum náttúrufyrirbærum og brosandi fólki. Á Entebbe-flugvelli í Úganda var í vetur mikið af kosningaplakötum með myndum af hinum ástsæla Museweni forseta en engar auglýsingar frá mótframbjóðendunum. Er það ekki einmitt þessi glansmynd sem er áróður? Er eitthvað að því að ferðamenn sem hingað koma, sem sennilega eru flestir með einhverja hugsun í kollinum, viti að ekki eru allir sammála um til dæmis hvalveiðar og þátt þeirra í ferðaþjónustu? Ef umhverfisverndarsamtökum dytti í hug að birta auglýsingar í Leifsstöð þar sem ferðamenn væru hvattir til að ganga vel um náttúru Íslands, af því að hún lægi víða undir skemmdum vegna átroðnings hundraða þúsunda ferðamanna, væri það þá óæskilegt kusk á glansmyndinni, áróður sem ætti að banna? Það er orðið ögn klisjukennt að rifja upp hvað bankahrunið átti að hafa kennt okkur – en samt ástæða til að minna á að eitt af því er að það er ekki æskilegt að þjóðarsamstaða ríki um að ein atvinnugrein sé æðisleg, hafi bókstaflega enga galla og um hana séu engar deilur. Þá gildir einu hvort það er fjármálaþjónusta, hvalveiðar eða ferðaþjónusta. Útlendingar hljóta að mega vita að á Íslandi fari fram frjálsar og opinskáar umræður.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun