Heillandi heimstónlistarblanda Trausti Júlíusson skrifar 30. júní 2011 11:00 Tónleikar Afrocubism í Hörpu voru vel heppnaðir. Fréttablaðið/HAG Tónleikar. Afrocubism. Eldborg í Hörpu 28. júní. Eldborgarsalurinn var þéttsetinn þegar Afrocubism var kynnt á svið klukkan hálf tíu á þriðjudagskvöldið. Tónleikarnir áttu að hefjast klukkan átta en seinkunin var að sögn vegna þrumuveðurs í London sem raskaði flugumferð. Tafir af þessu tagi eru alltaf hvimleiðar fyrir alla, nema kannski veitingamenn í Hörpu sem fengu óvænt meira að gera. Það varð hins vegar strax ljóst þegar sveitin hóf leik sinn að þessir tónleikar yrðu alveg biðarinnar virði. Þrettán manns voru á sviðinu, sjö Kúbumenn og sex frá Malí. Hljómsveitarstjórinn og gítarleikarinn Eliades Ochoa og Kasse Mady Diabaté sáu um sönginn en annars skiptust hlutverk í grunninn þannig að Kúbumennirnir sáu um ryþmann í bakgrunninum á meðan Malíbúarnir sýndu færni sína með sólóum í forgrunninum. Og þetta voru mikil tilþrif. Gítarleikarinn Djelimady Tounkara fór á kostum og sýndi lítil þreytumerki þrátt fyrir að hafa verið fimmtíu ár í bransanum. Lútuleikarinn Bassekou Kouyate átti líka góða spretti og það sama má segja um sílófónleikarann Fode Lassana Diabaté og Baba Sissoko sem spilaði á hefðbundin afrísk ásláttarhljóðfæri, m.a. „talandi trommu“. Það var helst að manni fyndist stórstjarnan Toumani Diabaté hafa sig full lítið í frammi. Hann virtist þreytulegur en sýndi samt flott tilþrif á belghörpuna af og til. Afrocubism flutti lög af samnefndri plötu. Það kemur ekki á óvart að það er ennþá meiri upplifun að heyra og sjá þessa tónlist flutta á tónleikum. Samruni kúbönsku og malísku tónlistarinnar kom mjög vel út. Mýktin og sveiflan frá Kúbumönnunum er grunnurinn í blöndunni, en svo bæta Malíbúarnir hljóðheimi gömlu afrísku hljóðfæranna ofan á og útkoman er bæði sérstök og sannfærandi. Mikið hefur verið talað um hljómburðinn í Hörpunni. Hann var fínn á þessum tónleikum, a.m.k. þar sem ég sat aftarlega í salnum. Maður heyrði vel í öllum hljóðfærunum. Stemningin á tónleikunum var nokkuð góð en það er alltaf spurning þegar um svona dans og dillivæna tónlist er að ræða hvort það henti að hafa eingöngu sæti. Sumir hefðu viljað hreyfa sig. Á heildina litið voru þetta fínir tónleikar og gaman að fá tækifæri til að upplifa þessa snillinga í návígi. Niðurstaða: Þrátt fyrir seinkun skilaði stjörnum prýdd sveit Afrocubism fínum tónleikum í Eldborg á þriðjudagskvöldið. Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónleikar. Afrocubism. Eldborg í Hörpu 28. júní. Eldborgarsalurinn var þéttsetinn þegar Afrocubism var kynnt á svið klukkan hálf tíu á þriðjudagskvöldið. Tónleikarnir áttu að hefjast klukkan átta en seinkunin var að sögn vegna þrumuveðurs í London sem raskaði flugumferð. Tafir af þessu tagi eru alltaf hvimleiðar fyrir alla, nema kannski veitingamenn í Hörpu sem fengu óvænt meira að gera. Það varð hins vegar strax ljóst þegar sveitin hóf leik sinn að þessir tónleikar yrðu alveg biðarinnar virði. Þrettán manns voru á sviðinu, sjö Kúbumenn og sex frá Malí. Hljómsveitarstjórinn og gítarleikarinn Eliades Ochoa og Kasse Mady Diabaté sáu um sönginn en annars skiptust hlutverk í grunninn þannig að Kúbumennirnir sáu um ryþmann í bakgrunninum á meðan Malíbúarnir sýndu færni sína með sólóum í forgrunninum. Og þetta voru mikil tilþrif. Gítarleikarinn Djelimady Tounkara fór á kostum og sýndi lítil þreytumerki þrátt fyrir að hafa verið fimmtíu ár í bransanum. Lútuleikarinn Bassekou Kouyate átti líka góða spretti og það sama má segja um sílófónleikarann Fode Lassana Diabaté og Baba Sissoko sem spilaði á hefðbundin afrísk ásláttarhljóðfæri, m.a. „talandi trommu“. Það var helst að manni fyndist stórstjarnan Toumani Diabaté hafa sig full lítið í frammi. Hann virtist þreytulegur en sýndi samt flott tilþrif á belghörpuna af og til. Afrocubism flutti lög af samnefndri plötu. Það kemur ekki á óvart að það er ennþá meiri upplifun að heyra og sjá þessa tónlist flutta á tónleikum. Samruni kúbönsku og malísku tónlistarinnar kom mjög vel út. Mýktin og sveiflan frá Kúbumönnunum er grunnurinn í blöndunni, en svo bæta Malíbúarnir hljóðheimi gömlu afrísku hljóðfæranna ofan á og útkoman er bæði sérstök og sannfærandi. Mikið hefur verið talað um hljómburðinn í Hörpunni. Hann var fínn á þessum tónleikum, a.m.k. þar sem ég sat aftarlega í salnum. Maður heyrði vel í öllum hljóðfærunum. Stemningin á tónleikunum var nokkuð góð en það er alltaf spurning þegar um svona dans og dillivæna tónlist er að ræða hvort það henti að hafa eingöngu sæti. Sumir hefðu viljað hreyfa sig. Á heildina litið voru þetta fínir tónleikar og gaman að fá tækifæri til að upplifa þessa snillinga í návígi. Niðurstaða: Þrátt fyrir seinkun skilaði stjörnum prýdd sveit Afrocubism fínum tónleikum í Eldborg á þriðjudagskvöldið.
Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira