Gervihnattapólitík Ólafur Þ. Stephensen skrifar 1. júlí 2011 07:00 Þeir sem vilja flýta vegaframkvæmdum og fjármagna þær með veggjöldum virðast ekki hafa hugsað málið til enda. Lífeyrissjóðirnir hafa verið reiðubúnir að lána til stórframkvæmda á borð við tvöföldun Suðurlands- og Vesturlandsvegar gegn því að veggjöld stæðu undir endurgreiðslum á lánunum, enda er lítið fé í ríkissjóði til stórframkvæmda. Einkaframkvæmd, þar sem veggjöld standa undir endurgreiðslum á fjármögnuninni, getur vissulega verið bráðsnjöll leið til að ráðast í samgönguframkvæmdir sem annars myndu þurfa að bíða lengi á teikniborðinu. Hvalfjarðargöngin eru prýðilegt dæmi um slíka framkvæmd hér á landi. En þau uppfylla fleiri skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi svo að skynsamlegt og sanngjarnt sé að rukka veggjöld af ökumönnum. Göngin fólu í sér gríðarlega styttingu á fjölfarinni leið og ökumenn eiga val um aðra leið, þar sem ekki eru tekin veggjöld. Reyndar er það svo, ekki sízt eftir mikla hækkun eldsneytisverðs, að líklega er ódýrara fyrir flesta að fara göngin en að aka Hvalfjörðinn. Fleiri framkvæmdir gætu uppfyllt þessi skilyrði, til dæmis Sundabraut og göng undir Vaðlaheiði. Eins og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra benti á í grein hér í blaðinu fyrr í vikunni fela hugmyndir um breikkun veganna á Suðvesturlandi hins vegar ekki í sér neina styttingu og aðrar gjaldfrjálsar leiðir eru ekki í boði. Bæði Félag íslenzkra bifreiðaeigenda og sveitarfélög suðvestanlands hafa lagzt gegn veggjöldum og bent á að með þeim væri íbúum svæðisins mismunað. Þeir þyrftu þá einir landsmanna að borga fyrir dagleg afnot af vegunum – ofan á aðra skatta sem lagðir eru á bíleigendur, eins og bifreiða- og eldsneytisgjöld. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, fór mikinn á fundi Samtaka atvinnulífsins um samgönguframkvæmdir í fyrradag og gagnrýndi eftirmann sinn fyrir að drífa ekki í framkvæmdum. Kristján sagði að aldrei hefði staðið til að bæta veggjöldum ofan á aðra skatta, heldur hefði átt að endurskoða alla gjaldtöku af bifreiðum. Hvað á hann við með því? Væntanlega það sem hann sagði á þingi í fyrra, að taka bæri upp rafræna innheimtu af bifreiðum í gegnum gervihnött, þannig að menn yrðu rukkaðir eftir því hvað þeir ækju mikið og önnur gjöld féllu niður á móti. Það er alveg ágæt hugmynd og innanríkisráðherrann tók í grein sinni undir að það væri framtíðin. En gervihnattakerfið er bara ekki komið í loftið og allsendis óvíst hvenær slík gjaldtaka verður tæknilega framkvæmanleg. Hún rímar því illa við „flýtiframkvæmdir“. Því hefur verið haldið fram að réttast væri að drífa bara framkvæmdirnar af stað og finna svo út úr því á framkvæmdatímanum hvernig skynsamlegast sé að rukka fólk fyrir afnot af vegakerfinu. Það er afleit hugmynd og líkleg til að enda með ósköpum. Afstaða innanríkisráðherra í málinu er því vel skiljanleg. Ef menn eru ekki búnir að finna út hvaðan peningar fyrir stórframkvæmdum í vegamálum eiga að koma og hvernig hægt er að haga gjaldtöku með sanngjörnum hætti er réttast að bíða með þær og vera ekkert að flýta sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Þeir sem vilja flýta vegaframkvæmdum og fjármagna þær með veggjöldum virðast ekki hafa hugsað málið til enda. Lífeyrissjóðirnir hafa verið reiðubúnir að lána til stórframkvæmda á borð við tvöföldun Suðurlands- og Vesturlandsvegar gegn því að veggjöld stæðu undir endurgreiðslum á lánunum, enda er lítið fé í ríkissjóði til stórframkvæmda. Einkaframkvæmd, þar sem veggjöld standa undir endurgreiðslum á fjármögnuninni, getur vissulega verið bráðsnjöll leið til að ráðast í samgönguframkvæmdir sem annars myndu þurfa að bíða lengi á teikniborðinu. Hvalfjarðargöngin eru prýðilegt dæmi um slíka framkvæmd hér á landi. En þau uppfylla fleiri skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi svo að skynsamlegt og sanngjarnt sé að rukka veggjöld af ökumönnum. Göngin fólu í sér gríðarlega styttingu á fjölfarinni leið og ökumenn eiga val um aðra leið, þar sem ekki eru tekin veggjöld. Reyndar er það svo, ekki sízt eftir mikla hækkun eldsneytisverðs, að líklega er ódýrara fyrir flesta að fara göngin en að aka Hvalfjörðinn. Fleiri framkvæmdir gætu uppfyllt þessi skilyrði, til dæmis Sundabraut og göng undir Vaðlaheiði. Eins og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra benti á í grein hér í blaðinu fyrr í vikunni fela hugmyndir um breikkun veganna á Suðvesturlandi hins vegar ekki í sér neina styttingu og aðrar gjaldfrjálsar leiðir eru ekki í boði. Bæði Félag íslenzkra bifreiðaeigenda og sveitarfélög suðvestanlands hafa lagzt gegn veggjöldum og bent á að með þeim væri íbúum svæðisins mismunað. Þeir þyrftu þá einir landsmanna að borga fyrir dagleg afnot af vegunum – ofan á aðra skatta sem lagðir eru á bíleigendur, eins og bifreiða- og eldsneytisgjöld. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, fór mikinn á fundi Samtaka atvinnulífsins um samgönguframkvæmdir í fyrradag og gagnrýndi eftirmann sinn fyrir að drífa ekki í framkvæmdum. Kristján sagði að aldrei hefði staðið til að bæta veggjöldum ofan á aðra skatta, heldur hefði átt að endurskoða alla gjaldtöku af bifreiðum. Hvað á hann við með því? Væntanlega það sem hann sagði á þingi í fyrra, að taka bæri upp rafræna innheimtu af bifreiðum í gegnum gervihnött, þannig að menn yrðu rukkaðir eftir því hvað þeir ækju mikið og önnur gjöld féllu niður á móti. Það er alveg ágæt hugmynd og innanríkisráðherrann tók í grein sinni undir að það væri framtíðin. En gervihnattakerfið er bara ekki komið í loftið og allsendis óvíst hvenær slík gjaldtaka verður tæknilega framkvæmanleg. Hún rímar því illa við „flýtiframkvæmdir“. Því hefur verið haldið fram að réttast væri að drífa bara framkvæmdirnar af stað og finna svo út úr því á framkvæmdatímanum hvernig skynsamlegast sé að rukka fólk fyrir afnot af vegakerfinu. Það er afleit hugmynd og líkleg til að enda með ósköpum. Afstaða innanríkisráðherra í málinu er því vel skiljanleg. Ef menn eru ekki búnir að finna út hvaðan peningar fyrir stórframkvæmdum í vegamálum eiga að koma og hvernig hægt er að haga gjaldtöku með sanngjörnum hætti er réttast að bíða með þær og vera ekkert að flýta sér.
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun