Pistillinn: Ekki væla yfir dómaranum í fjölmiðlum Hlynur Bæringsson skrifar 2. júlí 2011 10:30 Liðsfélagarnir Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson Mynd/Valli Það er oft þægilegt að hafa einhvern til að skella skuldinni á þegar illa gengur. Réttlæta lélega frammistöðu. Ég þekki það enda oft gert það sjálfur, íþróttahúsið lélegt, rútan óþægileg, hinir gaurarnir mun stærri, miklu ríkari líka og eiga því að geta eitthvað, ég stóð mig því fínt „per dollar“. Ég spilaði við Yao Ming, hann át okkur lifandi, en miðað við launin hans þá vann ég eiginlega. Algengast er þó að kenna blessuðum dómurunum um, því þeir eru eins og við íþróttamennirnir, sumir geta verið besti íþróttamaður vallarins á meðan aðrir eru alveg úti á túni og hafa litla tilfinningu fyrir leiknum. Ég er ábyggilega ekki auðveldasti leikmaðurinn fyrir dómara. Ég hef stundum viðrað skoðanir mínar aðeins of mikið fyrir þeirra smekk, enda hef ég alltaf rétt fyrir mér–að eigin mati. Ég vorkenni þeim ekkert sérstaklega að hlusta á og stjórna íþróttamönnum með adrenalínið í botni. Það er hluti af starfinu, svo lengi sem menn fara ekki yfir strikið og eru ekki persónulegir. Í úrvalsdeildunum fá dómarar ágætlega borgað og þola því alveg smá læti. Hins vegar ættu íþróttamenn að forðast það að gagnrýna dómara í fjölmiðlum af tveimur ástæðum. Sú fyrri og augljósari er að það er ekki hluti af þeirra starfi að láta hrauna yfir sig þar. Sú ástæða er dómarans vegna. Hin er fyrir leikmanninn/þjálfarann, því aldrei líta menn jafn illa og aumingjalega út í fjölmiðlum eins og þegar þeir væla yfir dómaranum. Sérstaklega þeir sem gera það oft. Í fótboltanum hérna heima eru tveir þjálfarar sem tapa aldrei nema dómarinn hafi verið á móti þeim, jafnvel þó að mati sérfræðinga séu liðin þeirra bara alls ekkert góð í fótbolta. Það síðasta sem mér dettur í hug þegar þeir væla undan dómaranum er að dómarinn hafi í raun verið lélegur. Frekar að liðið sé almennt lélegra en hin liðin. Enda kemur yfirleitt í ljós að dómarinn hafði rétt fyrir sér, þó að sjálfsögðu með undantekningum. Oft eru dómarar lélegir og eiga skilið að vera skammaðir, eins og leikmennirnir. Best er þó fyrir báða aðila að sleppa því í fjölmiðlum. Sérstaklega fyrir íþróttamennina, því þá líta þeir út eins og fífl. Pistillinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Það er oft þægilegt að hafa einhvern til að skella skuldinni á þegar illa gengur. Réttlæta lélega frammistöðu. Ég þekki það enda oft gert það sjálfur, íþróttahúsið lélegt, rútan óþægileg, hinir gaurarnir mun stærri, miklu ríkari líka og eiga því að geta eitthvað, ég stóð mig því fínt „per dollar“. Ég spilaði við Yao Ming, hann át okkur lifandi, en miðað við launin hans þá vann ég eiginlega. Algengast er þó að kenna blessuðum dómurunum um, því þeir eru eins og við íþróttamennirnir, sumir geta verið besti íþróttamaður vallarins á meðan aðrir eru alveg úti á túni og hafa litla tilfinningu fyrir leiknum. Ég er ábyggilega ekki auðveldasti leikmaðurinn fyrir dómara. Ég hef stundum viðrað skoðanir mínar aðeins of mikið fyrir þeirra smekk, enda hef ég alltaf rétt fyrir mér–að eigin mati. Ég vorkenni þeim ekkert sérstaklega að hlusta á og stjórna íþróttamönnum með adrenalínið í botni. Það er hluti af starfinu, svo lengi sem menn fara ekki yfir strikið og eru ekki persónulegir. Í úrvalsdeildunum fá dómarar ágætlega borgað og þola því alveg smá læti. Hins vegar ættu íþróttamenn að forðast það að gagnrýna dómara í fjölmiðlum af tveimur ástæðum. Sú fyrri og augljósari er að það er ekki hluti af þeirra starfi að láta hrauna yfir sig þar. Sú ástæða er dómarans vegna. Hin er fyrir leikmanninn/þjálfarann, því aldrei líta menn jafn illa og aumingjalega út í fjölmiðlum eins og þegar þeir væla yfir dómaranum. Sérstaklega þeir sem gera það oft. Í fótboltanum hérna heima eru tveir þjálfarar sem tapa aldrei nema dómarinn hafi verið á móti þeim, jafnvel þó að mati sérfræðinga séu liðin þeirra bara alls ekkert góð í fótbolta. Það síðasta sem mér dettur í hug þegar þeir væla undan dómaranum er að dómarinn hafi í raun verið lélegur. Frekar að liðið sé almennt lélegra en hin liðin. Enda kemur yfirleitt í ljós að dómarinn hafði rétt fyrir sér, þó að sjálfsögðu með undantekningum. Oft eru dómarar lélegir og eiga skilið að vera skammaðir, eins og leikmennirnir. Best er þó fyrir báða aðila að sleppa því í fjölmiðlum. Sérstaklega fyrir íþróttamennina, því þá líta þeir út eins og fífl.
Pistillinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira