„Látum þá alla svelgja okkur“ Guðmundur Andri Thorsson skrifar 11. júlí 2011 06:00 Andstæðingar þess að niðurstaða fáist í aðildarviðræður Íslands að ESB skiptast í þrennt. Í fyrsta flokknum eru þeir sem andstæðir eru viðskiptafrelsi og frjálsri samkeppni í viðskiptum almennt og yfirleitt en aðhyllast fremur áætlunarbúskap í einhverri mynd. Í öðrum flokknum eru þeir sem vilja sitja einir að viðskiptum hér, vilja varðveita einokunarstöðu til að nytja að vild tvær óþrjótandi auðlindir: fiskinn í sjónum og buddu íslenskra neytenda. Eins og gefur að skilja hefur þessi flokkur óþrjótandi fjármagn til að halda úti hvers kyns áróðri. Í þriðja flokknum eru þjóðernissinnarnir. Þeir sem enn hafa ekki hrist af sér stórveldisdrauma útrásaráranna um séreðli Íslendinga, sérstakt hlutverk Íslendinga á jörðinni og þá miklu gróðavon sem fólgin sé í því að vera Íslendingur. Þessir menn telja að Íslendingar eigi síður samleið með lýðræðisþjóðum Evrópu en einræðis- og trúræðisríkjum Asíu – þau eru nefnilega svo rík. Helsti höfundur þessarar hugmyndar er Ólafur Ragnar Grímsson sem raunar hefur talað ötullega fyrir því allt frá formannstíð sinni í Alþýðubandalaginu að Ísland gangi í Asíu – gott ef ekki Sameinuðu arabísku furstadæmin í seinni tíði. Samherji hans Davíð Oddsson telur hins vegar enn ekki útséð með að ameríski herinn komi hingað aftur og Íslendingar geti aftur farið að skrúfa frá þeim mikla krana. Gamlir óvildarmenn verða hálfnauðugir rekkjunautar í baráttunni gegn veruleikanum. Hannes Hafstein og Björn Jónsson urðu þannig samherjar undir lok sinnar pólitísku ævi í Sambandsflokknum og þannig verður það líka með Davíð og ÓRG: þeir enda saman í Framsóknarflokknum fyrr en varir. „Þeir segja mest af Ólafi konungi …“Mótsögnin í þessu sjálfstæðisglamri öllu er að vísu sú að eins og málum er háttað taka Íslendingar við ótal lögum og reglugerðum frá ESB án þess að hafa neitt um þær að segja, gegnum EES. Sumir vilja að við segjum okkur úr EES og EFTA og allri Evrópu-viðurstyggðinni, sem vissulega væri rökrétt – vissulega sjónarmið – en óneitanlega efnahagslegt glapræði, nema menn sjái fyrir sér þeim mun fleiri jarðhitavirkjanir á vegum Íslendinga í Abú Dabí og landvinninga á Norðurpólnum. Nafn þjóðardýrlingsins Jóns Sigurðssonar hefur mjög verið dregið fram af Nei-sinnum, ekki síst þjóðernissinnunum, og sannast þar hið fornkveðna að þeir segja mest af Ólafi konungi sem hvorki hafa heyrt hann né séð. Heimssýn, samtök Nei-manna, sendi til dæmis frá sér ályktun þann 17. júní síðastliðinn þegar Jón Sigurðsson átti tvöhundruð ára afmæli. Þar sagði að „umsókn um aðild að Evrópusambandinu [sverti] minningu Jóns Sigurðssonar“ enda hafi hann helgað „líf sitt sjálfstæði Íslands“. Fleiri hafa tjáð sig á svipaðan hátt. Nú vill að vísu svo til að Jón Sigurðsson tjáði sig á býsna skorinorðan hátt um þetta spursmál sem hér er tekist á um. Í bréfi til Jens bróður síns árið 1866 segir hann: „Þú heldur að einhver svelgi okkur. Látum þá alla svelgja okkur í þeim skilningi, að þeir eigi við okkur kaup og viðskipti. Frelsið er ekki fólgið í því að lifa einn og sér og eiga ekki viðskipti við neinn... Frelsið kemur að vísu mest hjá manni sjálfum, en ekkert frelsi sem snertir mannfélagið kemur fram nema í viðskiptum, og þau eru því nauðsynleg til frelsis.“ Sérhæfing þjóða og verslunarfrelsiJón var eindreginn talsmaður frjálsrar samkeppni í viðskiptum og verslunarfrelsi var að hans mati algjör forsenda bættra lífskjara og sjálfstæðis þjóðarinnar: „Frelsið er ekki fólgið í því að lifa einn og sér og eiga ekki viðskipti við neinn“. Eftir að einokunarverslun Dana var loksins um síðir aflétt hér árið 1855 – ekki síst vegna baráttu hans – beitti hann sér mjög fyrir því að laða til landsins erlent fjármagn og fá evrópskar þjóðir til þess að versla við Íslendinga. Hann vildi opna landið – ekki loka því. Hann aðhylltist frjálsa samkeppni en ekki einokun. Hann taldi verslun undirstöðu annarra atvinnuvega, sagði að tilgangur verslunar væri að fá sem besta vöru á sem bestu verði og lagði áherslu á að hægt væri að kaupa hana án milliliða af þeim aðila sem best væri fær um að framleiða hana eftir gæðum síns lands og þeirri kunnáttu sem ríkti í hverju landi á framleiðslu vörunnar. Hann aðhylltist sérhæfingu. Samkvæmt hans hugmyndum ættum við Íslendingar að fá að kaupa svínakjöt af Dönum og selja Þjóðverjum fisk og lambakjöt. Hann var ekki haldinn þeirri andúð á verslun sem hér hefur löngum legið í landi og lýsir sér meðal annars í því hversu álappalegir neytendur við erum – munum aldrei stundinni lengur hvað neitt kostar og borgum bara það sem okkur er sagt að borga – og í framhaldinu hversu auðvelt hefur verið að koma hér á einokun alla tíð, og er enn. Hann beitti sér fyrir því 1855 að Frakkar fengju að setja á fót mikla fiskvinnslu á Dýrafirði eins og þeir höfðu sóst eftir og benti á það hversu dýrmætt það yrði ef innflutningstollur yrði lækkaður eða aflagður í Frakklandi. Hann talaði þar reyndar fyrir daufum eyrum og Frökkum var neitað. Áður en öll þjóðin verður komin til Noregs vegna bágra lífskjara hér – og Ísland verður sú „veiðistöð“ sem Ketill Flatnefur sagðist aldregi ætla að koma í á gamals aldri – ættum við kannski að fara að að kynna okkur hugmyndir Jóns Sigurðssonar forseta um það hvernig farsælt sé að byggja eitt samfélag? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Andstæðingar þess að niðurstaða fáist í aðildarviðræður Íslands að ESB skiptast í þrennt. Í fyrsta flokknum eru þeir sem andstæðir eru viðskiptafrelsi og frjálsri samkeppni í viðskiptum almennt og yfirleitt en aðhyllast fremur áætlunarbúskap í einhverri mynd. Í öðrum flokknum eru þeir sem vilja sitja einir að viðskiptum hér, vilja varðveita einokunarstöðu til að nytja að vild tvær óþrjótandi auðlindir: fiskinn í sjónum og buddu íslenskra neytenda. Eins og gefur að skilja hefur þessi flokkur óþrjótandi fjármagn til að halda úti hvers kyns áróðri. Í þriðja flokknum eru þjóðernissinnarnir. Þeir sem enn hafa ekki hrist af sér stórveldisdrauma útrásaráranna um séreðli Íslendinga, sérstakt hlutverk Íslendinga á jörðinni og þá miklu gróðavon sem fólgin sé í því að vera Íslendingur. Þessir menn telja að Íslendingar eigi síður samleið með lýðræðisþjóðum Evrópu en einræðis- og trúræðisríkjum Asíu – þau eru nefnilega svo rík. Helsti höfundur þessarar hugmyndar er Ólafur Ragnar Grímsson sem raunar hefur talað ötullega fyrir því allt frá formannstíð sinni í Alþýðubandalaginu að Ísland gangi í Asíu – gott ef ekki Sameinuðu arabísku furstadæmin í seinni tíði. Samherji hans Davíð Oddsson telur hins vegar enn ekki útséð með að ameríski herinn komi hingað aftur og Íslendingar geti aftur farið að skrúfa frá þeim mikla krana. Gamlir óvildarmenn verða hálfnauðugir rekkjunautar í baráttunni gegn veruleikanum. Hannes Hafstein og Björn Jónsson urðu þannig samherjar undir lok sinnar pólitísku ævi í Sambandsflokknum og þannig verður það líka með Davíð og ÓRG: þeir enda saman í Framsóknarflokknum fyrr en varir. „Þeir segja mest af Ólafi konungi …“Mótsögnin í þessu sjálfstæðisglamri öllu er að vísu sú að eins og málum er háttað taka Íslendingar við ótal lögum og reglugerðum frá ESB án þess að hafa neitt um þær að segja, gegnum EES. Sumir vilja að við segjum okkur úr EES og EFTA og allri Evrópu-viðurstyggðinni, sem vissulega væri rökrétt – vissulega sjónarmið – en óneitanlega efnahagslegt glapræði, nema menn sjái fyrir sér þeim mun fleiri jarðhitavirkjanir á vegum Íslendinga í Abú Dabí og landvinninga á Norðurpólnum. Nafn þjóðardýrlingsins Jóns Sigurðssonar hefur mjög verið dregið fram af Nei-sinnum, ekki síst þjóðernissinnunum, og sannast þar hið fornkveðna að þeir segja mest af Ólafi konungi sem hvorki hafa heyrt hann né séð. Heimssýn, samtök Nei-manna, sendi til dæmis frá sér ályktun þann 17. júní síðastliðinn þegar Jón Sigurðsson átti tvöhundruð ára afmæli. Þar sagði að „umsókn um aðild að Evrópusambandinu [sverti] minningu Jóns Sigurðssonar“ enda hafi hann helgað „líf sitt sjálfstæði Íslands“. Fleiri hafa tjáð sig á svipaðan hátt. Nú vill að vísu svo til að Jón Sigurðsson tjáði sig á býsna skorinorðan hátt um þetta spursmál sem hér er tekist á um. Í bréfi til Jens bróður síns árið 1866 segir hann: „Þú heldur að einhver svelgi okkur. Látum þá alla svelgja okkur í þeim skilningi, að þeir eigi við okkur kaup og viðskipti. Frelsið er ekki fólgið í því að lifa einn og sér og eiga ekki viðskipti við neinn... Frelsið kemur að vísu mest hjá manni sjálfum, en ekkert frelsi sem snertir mannfélagið kemur fram nema í viðskiptum, og þau eru því nauðsynleg til frelsis.“ Sérhæfing þjóða og verslunarfrelsiJón var eindreginn talsmaður frjálsrar samkeppni í viðskiptum og verslunarfrelsi var að hans mati algjör forsenda bættra lífskjara og sjálfstæðis þjóðarinnar: „Frelsið er ekki fólgið í því að lifa einn og sér og eiga ekki viðskipti við neinn“. Eftir að einokunarverslun Dana var loksins um síðir aflétt hér árið 1855 – ekki síst vegna baráttu hans – beitti hann sér mjög fyrir því að laða til landsins erlent fjármagn og fá evrópskar þjóðir til þess að versla við Íslendinga. Hann vildi opna landið – ekki loka því. Hann aðhylltist frjálsa samkeppni en ekki einokun. Hann taldi verslun undirstöðu annarra atvinnuvega, sagði að tilgangur verslunar væri að fá sem besta vöru á sem bestu verði og lagði áherslu á að hægt væri að kaupa hana án milliliða af þeim aðila sem best væri fær um að framleiða hana eftir gæðum síns lands og þeirri kunnáttu sem ríkti í hverju landi á framleiðslu vörunnar. Hann aðhylltist sérhæfingu. Samkvæmt hans hugmyndum ættum við Íslendingar að fá að kaupa svínakjöt af Dönum og selja Þjóðverjum fisk og lambakjöt. Hann var ekki haldinn þeirri andúð á verslun sem hér hefur löngum legið í landi og lýsir sér meðal annars í því hversu álappalegir neytendur við erum – munum aldrei stundinni lengur hvað neitt kostar og borgum bara það sem okkur er sagt að borga – og í framhaldinu hversu auðvelt hefur verið að koma hér á einokun alla tíð, og er enn. Hann beitti sér fyrir því 1855 að Frakkar fengju að setja á fót mikla fiskvinnslu á Dýrafirði eins og þeir höfðu sóst eftir og benti á það hversu dýrmætt það yrði ef innflutningstollur yrði lækkaður eða aflagður í Frakklandi. Hann talaði þar reyndar fyrir daufum eyrum og Frökkum var neitað. Áður en öll þjóðin verður komin til Noregs vegna bágra lífskjara hér – og Ísland verður sú „veiðistöð“ sem Ketill Flatnefur sagðist aldregi ætla að koma í á gamals aldri – ættum við kannski að fara að að kynna okkur hugmyndir Jóns Sigurðssonar forseta um það hvernig farsælt sé að byggja eitt samfélag?
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun