Tímaskekkjur í skipulaginu Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. júlí 2011 06:00 Eftir annan brunann á sjö árum í endurvinnslustöð Hringrásar við Klettagarða hljóta borgaryfirvöld í Reykjavík að skoða vel hvort ástæða sé til að finna fyrirtækinu nýjan stað. Hringrás stundar mikilvæga starfsemi en hún á ekki heima ofan í íbúðahverfi. Í brunanum aðfaranótt þriðjudags átti það sama við og í brunanum 2004 (og raunar líka þegar kveikt var í dekkjahaug fyrirtækisins á Akureyri 2007) að hagstæð vindátt bjargaði því að ekki fór miklu verr. Baneitraðan reykinn frá brennandi dekkjum hefði getað lagt til norðurs yfir þétta íbúðabyggð, þar með talin dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra, með tilheyrandi raski, heilsu- og eignatjóni. Bruninn 2004 varð meðal annars vegna þess að skilmálum starfsleyfis Hringrásar hafði ekki verið fylgt, byggingin þar sem eldurinn kom upp var ósamþykkt og tilmælum eftirlitsstofnana um að minnka gríðarlegan dekkjahaug á lóð fyrirtækisins var ekki sinnt. Í framhaldinu voru eftirlitsstofnunum fengin ný þvingunarákvæði með lögum og skilyrði fyrir endurnýjuðu starfsleyfi Hringrásar við Klettagarða voru hert mjög. Eftir þeim hefur verið farið að undanförnu, sem auðveldaði slökkviliðinu að ná tökum á ástandinu. Þó er ekki lengra en þrjú ár síðan að Heilbrigðiseftirlitið átaldi fyrirtækið fyrir að haugurinn væri orðinn stærri en leyfilegt var og gerði því að minnka hann. Forsvarsmenn Hringrásar ættu því ekki að setja upp of gildan geislabaug í þessu máli. Sterkur grunur leikur á að kveikt hafi verið í dekkjahaug Hringrásar. Einar Ásgeirsson, forstjóri fyrirtækisins, segir í Fréttablaðinu í gær að ekki sé hægt að tryggja sig fyrir mannlegum breyzkleika. Brennuvargar gætu látið til sín taka á bílastæðinu við Kringluna eða olíutankana í Örfirisey. Þetta er út af fyrir sig rétt, en menn geta heldur ekki horft framhjá því að á svæði Hringrásar eru hundruð tonna af mjög hættulegum og mengandi eldsmat geymd undir beru lofti, skammt frá heimilum þúsunda Reykvíkinga. Það er þá lágmarkskrafa að haga öryggi og eftirliti þannig að íkveikja sé ekki auðveld. Viðhorf til nábýlis mengandi eða hættulegs atvinnurekstrar og íbúðabyggðar hafa breytzt mikið á undanförnum árum, bæði hér á landi og erlendis. Áburðarverksmiðjan í Gufunesi var einu sinni langt utan við borgina, en eftir að Grafarvogshverfið óx utan um hana var framleiðslu þar hætt fyrir nokkrum árum, reyndar í kjölfar alvarlegra slysa og óhappa. Fyrir aðeins tveimur áratugum stóð við Sundahöfn, steinsnar frá athafnasvæði Hringrásar, síldar- og fiskimjölsverksmiðjan á Kletti, sem spúði óþef yfir stóran hluta borgarinnar í vissum vindáttum. Slíkt þætti óhugsandi í dag. Það er álíka mikil tímaskekkja í skipulaginu að geyma tugi þúsunda gamalla dekkja í næsta nábýli við íbúðabyggð. Um leið og borgaryfirvöld endurmeta málefni Hringrásar er tilefni til að gera rækilega úttekt á því hvort starfsemi annarra fyrirtækja í borgarlandinu geti skapað sambærilega hættu fyrir íbúana – og taka ákvarðanir í skipulagsmálum í samræmi við niðurstöðuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun
Eftir annan brunann á sjö árum í endurvinnslustöð Hringrásar við Klettagarða hljóta borgaryfirvöld í Reykjavík að skoða vel hvort ástæða sé til að finna fyrirtækinu nýjan stað. Hringrás stundar mikilvæga starfsemi en hún á ekki heima ofan í íbúðahverfi. Í brunanum aðfaranótt þriðjudags átti það sama við og í brunanum 2004 (og raunar líka þegar kveikt var í dekkjahaug fyrirtækisins á Akureyri 2007) að hagstæð vindátt bjargaði því að ekki fór miklu verr. Baneitraðan reykinn frá brennandi dekkjum hefði getað lagt til norðurs yfir þétta íbúðabyggð, þar með talin dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra, með tilheyrandi raski, heilsu- og eignatjóni. Bruninn 2004 varð meðal annars vegna þess að skilmálum starfsleyfis Hringrásar hafði ekki verið fylgt, byggingin þar sem eldurinn kom upp var ósamþykkt og tilmælum eftirlitsstofnana um að minnka gríðarlegan dekkjahaug á lóð fyrirtækisins var ekki sinnt. Í framhaldinu voru eftirlitsstofnunum fengin ný þvingunarákvæði með lögum og skilyrði fyrir endurnýjuðu starfsleyfi Hringrásar við Klettagarða voru hert mjög. Eftir þeim hefur verið farið að undanförnu, sem auðveldaði slökkviliðinu að ná tökum á ástandinu. Þó er ekki lengra en þrjú ár síðan að Heilbrigðiseftirlitið átaldi fyrirtækið fyrir að haugurinn væri orðinn stærri en leyfilegt var og gerði því að minnka hann. Forsvarsmenn Hringrásar ættu því ekki að setja upp of gildan geislabaug í þessu máli. Sterkur grunur leikur á að kveikt hafi verið í dekkjahaug Hringrásar. Einar Ásgeirsson, forstjóri fyrirtækisins, segir í Fréttablaðinu í gær að ekki sé hægt að tryggja sig fyrir mannlegum breyzkleika. Brennuvargar gætu látið til sín taka á bílastæðinu við Kringluna eða olíutankana í Örfirisey. Þetta er út af fyrir sig rétt, en menn geta heldur ekki horft framhjá því að á svæði Hringrásar eru hundruð tonna af mjög hættulegum og mengandi eldsmat geymd undir beru lofti, skammt frá heimilum þúsunda Reykvíkinga. Það er þá lágmarkskrafa að haga öryggi og eftirliti þannig að íkveikja sé ekki auðveld. Viðhorf til nábýlis mengandi eða hættulegs atvinnurekstrar og íbúðabyggðar hafa breytzt mikið á undanförnum árum, bæði hér á landi og erlendis. Áburðarverksmiðjan í Gufunesi var einu sinni langt utan við borgina, en eftir að Grafarvogshverfið óx utan um hana var framleiðslu þar hætt fyrir nokkrum árum, reyndar í kjölfar alvarlegra slysa og óhappa. Fyrir aðeins tveimur áratugum stóð við Sundahöfn, steinsnar frá athafnasvæði Hringrásar, síldar- og fiskimjölsverksmiðjan á Kletti, sem spúði óþef yfir stóran hluta borgarinnar í vissum vindáttum. Slíkt þætti óhugsandi í dag. Það er álíka mikil tímaskekkja í skipulaginu að geyma tugi þúsunda gamalla dekkja í næsta nábýli við íbúðabyggð. Um leið og borgaryfirvöld endurmeta málefni Hringrásar er tilefni til að gera rækilega úttekt á því hvort starfsemi annarra fyrirtækja í borgarlandinu geti skapað sambærilega hættu fyrir íbúana – og taka ákvarðanir í skipulagsmálum í samræmi við niðurstöðuna.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun