Lífið

Tökulið Promotheus í leirbaði

ánægður hótelstjóri Stjanað er við tökulið kvikmyndarinnar Promotheus á Hótel Náttúru í Hveragerði þar sem Ingi Þór Jónsson er hótelstjóri.
ánægður hótelstjóri Stjanað er við tökulið kvikmyndarinnar Promotheus á Hótel Náttúru í Hveragerði þar sem Ingi Þór Jónsson er hótelstjóri.
„Það er frábært að fá þennan hóp hingað," segir Ingi Þór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Náttúru í Hveragerði.

Tugir fólks úr tökuliði stórmyndar Ridleys Scott, Promotheus, gistir á hótelinu á meðan á tökum stendur hér á landi. „Sérstaðan okkar nýtist þessu vinnusama fólki vel. Við þjónum þessum hópi sem vaknar snemma á morgnana og kemur seint á kvöldin. Margir nýta sér baðhúsið, nuddþjónustuna og leirböðin," segir Ingi Þór.



Charlize Theron Hefur ekki enn prófað leirbaðið á hótelinu.
Hótelið er í húsakynnum heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands og er eingöngu starfandi yfir sumartímann. „Þótt fólkið þurfi að keyra svolítið langt á tökustað virðist það vera mjög ánægt með dvölina hjá okkur. Svo gerum við vel við fólkið líka í mat og drykk."

Tökurnar á Promotheus hófust á mánudaginn við rætur Heklu, sem er í um eins og hálfs tíma akstursfjarlægð frá hótelinu. Charlize Theron fer með eitt af aðalhlutverkunum en að sögn Inga Þórs hafa hvorki hún né aðrir úr leikaraliðinu gist á Hótel Náttúru. Hann segist ekki vita hversu lengi tökuliðið verður á hótelinu.

„Kvikmyndaiðnaðurinn er óútreiknanlegur. Við tökum bara þátt í þessu og högum seglum eftir vindi."

- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.