Vandinn við ofuraðgát 16. júlí 2011 00:01 Einstaklingi sem það vill er í lófa lagið að loka sig inni á heimili sínu og hætta sér ekki út. Hann getur bólstrað oddhvöss horn, fjarlægt brothætt gler af heimilinu og almennt hagað lífi sínu þannig að ekkert nema reiði guðs geti hent hann. Það kostar peninga en ekki mjög mikla. Hið opinbera getur því miður ekki reitt fram sömu þjónustu fyrir borgara landsins. Það eitt að búa svo um hnútana að vart væri hægt að slasa sig á hálendinu færi til dæmis með ansi mörg fjárlög. Fyrir utan hvað það myndi skemma ósnortið hálendið. Það er samt sem áður nokkuð víðtæk sátt um að eitt af hlutverkum ríkisins sé að auka öryggi borgaranna. Dæmi um slíka viðleitni eru slökkviliðið og almannavarnir. Það gleymist hins vegar oft í opinberri umræðu að ríkið hefur takmörkuð fjárráð. Meira að segja þegar kemur að nokkru jafn mikilvægu og öryggi. þannig hafa þeir sem vilja flugvöll í Vatnsmýri um alla framtíð oft vísað til öryggissjónarmiða. Að með því að færa sjúkraflugið fjær Landspítalanum sé verið að minnka öryggi íbúa landsbyggðarinnar svo mikið að það réttlæti staðsetninguna. Látum liggja á milli hluta að bráðatilfelli koma ekki með sjúkraflugi. Því jafnvel þótt gert væri ráð fyrir meiri hættu á dauðsföllum fyrir notendur sjúkraflugs vegna meiri fjarlægðar réttlætti það samt ekki flugvöll í Vatnsmýri. Það kann að hljóma kaldranalega en fórnarkostnaður af flugvelli í Vatnsmýri er metinn á nokkra milljarða á ári. Til eru mun skynsamlegri leiðir til að verja þessum peningum. Til dæmis að kaupa nýja þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna fyrir brot sparnaðarins. Sálfræðin segir okkur að krafan um bætt öryggi verði háværust þegar hægt er að benda á skýr dæmi um slys eða dauðsföll sem koma hefði mátt í veg fyrir. Þegar tvö slys verða í sömu beygjunni á þjóðvegi 1 er strax brugðist við og beygjunni breytt. Þegar dauðsföllum á Landspítalanum fjölgar um nokkur prósent vegna niðurskurðar kvarta fáir því vandinn er ekki sjáanlegur. Samt væri nær örugglega hægt að fá meira öryggi fyrir hverja krónu með því að auka fjárframlög til ákveðinna hluta heilbrigðiskerfisins. Af þessum sökum er forgangsröðun í öryggismálum oft skökk. Það er svo aftur áleitin spurning hvaða öryggi er fólgið í því að hafa þriggja flugbrauta flugvöll í miðri íbúðabyggð. Eitt flugslys í Þingholtunum myndi til dæmis tryggja að flugvöllurinn hyrfi úr miðbænum svo til samstundis á sama hátt og þjóðvegirnir eru endurbættir þegar slys verða. Vonandi verður hann bara farinn áður en til þess kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun
Einstaklingi sem það vill er í lófa lagið að loka sig inni á heimili sínu og hætta sér ekki út. Hann getur bólstrað oddhvöss horn, fjarlægt brothætt gler af heimilinu og almennt hagað lífi sínu þannig að ekkert nema reiði guðs geti hent hann. Það kostar peninga en ekki mjög mikla. Hið opinbera getur því miður ekki reitt fram sömu þjónustu fyrir borgara landsins. Það eitt að búa svo um hnútana að vart væri hægt að slasa sig á hálendinu færi til dæmis með ansi mörg fjárlög. Fyrir utan hvað það myndi skemma ósnortið hálendið. Það er samt sem áður nokkuð víðtæk sátt um að eitt af hlutverkum ríkisins sé að auka öryggi borgaranna. Dæmi um slíka viðleitni eru slökkviliðið og almannavarnir. Það gleymist hins vegar oft í opinberri umræðu að ríkið hefur takmörkuð fjárráð. Meira að segja þegar kemur að nokkru jafn mikilvægu og öryggi. þannig hafa þeir sem vilja flugvöll í Vatnsmýri um alla framtíð oft vísað til öryggissjónarmiða. Að með því að færa sjúkraflugið fjær Landspítalanum sé verið að minnka öryggi íbúa landsbyggðarinnar svo mikið að það réttlæti staðsetninguna. Látum liggja á milli hluta að bráðatilfelli koma ekki með sjúkraflugi. Því jafnvel þótt gert væri ráð fyrir meiri hættu á dauðsföllum fyrir notendur sjúkraflugs vegna meiri fjarlægðar réttlætti það samt ekki flugvöll í Vatnsmýri. Það kann að hljóma kaldranalega en fórnarkostnaður af flugvelli í Vatnsmýri er metinn á nokkra milljarða á ári. Til eru mun skynsamlegri leiðir til að verja þessum peningum. Til dæmis að kaupa nýja þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna fyrir brot sparnaðarins. Sálfræðin segir okkur að krafan um bætt öryggi verði háværust þegar hægt er að benda á skýr dæmi um slys eða dauðsföll sem koma hefði mátt í veg fyrir. Þegar tvö slys verða í sömu beygjunni á þjóðvegi 1 er strax brugðist við og beygjunni breytt. Þegar dauðsföllum á Landspítalanum fjölgar um nokkur prósent vegna niðurskurðar kvarta fáir því vandinn er ekki sjáanlegur. Samt væri nær örugglega hægt að fá meira öryggi fyrir hverja krónu með því að auka fjárframlög til ákveðinna hluta heilbrigðiskerfisins. Af þessum sökum er forgangsröðun í öryggismálum oft skökk. Það er svo aftur áleitin spurning hvaða öryggi er fólgið í því að hafa þriggja flugbrauta flugvöll í miðri íbúðabyggð. Eitt flugslys í Þingholtunum myndi til dæmis tryggja að flugvöllurinn hyrfi úr miðbænum svo til samstundis á sama hátt og þjóðvegirnir eru endurbættir þegar slys verða. Vonandi verður hann bara farinn áður en til þess kemur.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun