Lífið

Endurvekja gamalt markaðstorg

óðinstorg hefur gengið í gegnum yfirhalningu áður eins og myndin sýnir.
óðinstorg hefur gengið í gegnum yfirhalningu áður eins og myndin sýnir.
Endur-skoðendur borgarinnar er hópur sem hefur tekið að sér að lífga upp á torgin í Reykjavíkurborg í sumar. Hópurinn hefur þegar hafist handa við að betrumbæta Óðinstorg þar sem bílastæðum var lokað og í staðinn verða haldnir alls kyns markaðir á torginu í sumar.

„Hugmynd hópsins var að endurvekja Óðinstorg sem markaðstorg og gera það að skemmtilegum samkomustað fyrir borgarbúa,“ útskýrir Hjördís Sóley Sigurðardóttir, einn af meðlimum hópsins en hann samanstendur af tveimur arkitektum, myndlistarnema og bókmenntafræðinema.

Torgið hefur nú verði málað og tyrft og mublur og leiktæki búin til úr stórum keflum. Fyrsti markaður sumarsins fer fram í dag í samstarfi við verslunina Frú Laugu og geta gestir og gangandi keypt ýmis matvæli, blóm og heilsusafa og hafa íbúar í grennd við torgið einnig beðið um að fá að taka þátt.

„Það hefur verið mjög skemmtilegt að taka vannýtt svæði og breyta því til hins betra. Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá íbúum hverfisins sem hafa margir komið til okkar og lýst yfir ánægju með verkefnið,“ segir Hjördís að lokum glaðlega.

Markaðurinn við Óðinstorg hefst klukkan 10.00 og stendur til klukkan 17.00.-sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.