Innlent

Drög að frumvarpi í vinnslu

Stjórnlagaráð tekur frumvarpsdrög fyrir á fundi í vikunni.
fréttablaðið/gva
Stjórnlagaráð tekur frumvarpsdrög fyrir á fundi í vikunni. fréttablaðið/gva
Vinnu við áfangaskjal stjórnlagaráðs er að mestu lokið og undirbúningur að drögum að frumvarpi til stjórnskipunarlaga er hafinn. Frumvarpsdrögin verða tekin fyrir á fundi stjórnlagaráðs í vikunni. Fundur ráðsins í síðustu viku var sá síðasti þar sem nefndir lögðu fram tillögur inn í áfangaskjalið.

Stjórnlagaráð samþykkti í síðustu viku tillögu um að kirkjuskipan ríkisins yrði færð í almenn lög í stað þess að kveðið sé á um þjóðkirkjuna í stjórnarskránni. Þá var einnig samþykkt að ef gera skuli breytingar á kirkjuskipan verði það borið undir þjóðaratkvæði.

Samkvæmt áfangaskjalinu getur Alþingi sett inn ákvæði um að hægt sé að kjósa á Alþingi þvert á lista. Þá verður framboð að ná fjögurra prósenta fylgi til að ná inn þingmönnum. Einnig var samþykkt að aðeins megi binda ákveðnum kjördæmum tvö af hverjum fimm þingsætum.

Lagt er til í áfangaskjalinu að fjármálaráðherra þurfi að leita samþykkis fjárlaganefndar fyrirfram fyrir útgjöldum utan fjárlaga. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×