Innlent

Dularfullur byssufundur

Mynd/Pjetur
Lögreglan á Ísafirði hefur nú í vörslu merktan riffil og skot sem voru meðal farangurs og varnings sem fluttur var frá Ísafirði til Hornvíkur. Þar vitjaði enginn vopnabúnaðarins svo Jón Björnsson, landvörður á Hornströndum, hafði samband við lögregluna sem bað hann að senda riffilinn og skotin aftur til Ísafjarðar.

Lögreglan segir að málið sé í rannsókn og að eigandinn sé ekki fundinn. Á Bæjarins besta er haft eftir Jóni að byssufundurinn hafi vakið upp getgátur og hugleiðingar um vopnaða hópa í friðlandinu og afleiðingar þess.- jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×