Innlent

Betri nýting á skíðasvæði - Hjólað niður Skálafell

Skálafell Bike Park var opnaður formlega um síðustu helgi. Þar er að finna tvær hjólreiðabrautir í 220 metra fallhæð. Þangað er farið með stólalyftu en markmiðið er að nýta betur þjónustu skíðasvæðisins yfir sumartímann.

„Í fyrra vorum við með eina braut en núna höfum við bætt annarri við," segir Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla. Nú henti svæðið bæði byrjendum og lengra komnum. Hann segir aðstæðuna einnig nýtast skíðagöngufólki. - ve /

Svæðið var opnað tímabundið í fyrra en nú hefur nýrri braut verið bætt við og settur öflugari mótor í stólalyftuna.
Hjólreiðamenn bruna niður Skálafell á fjallahjólum.Mynd/Bob van Duin



Fleiri fréttir

Sjá meira


×