Innlent

Sjá ekki fram á tafir á flugi

Ekki má mikið út af bregða til að yfirvinnubann valdi töfum á flugi Icelandair.
Ekki má mikið út af bregða til að yfirvinnubann valdi töfum á flugi Icelandair. Mynd/Pjetur
Samninganefndir flugmanna og Icelandair funduðu hjá ríkissáttasemjara í gær, og stóð fundurinn enn þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Yfirvinnubann flugmanna hjá félaginu tekur gildi klukkan 14 í dag.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að vaktir næstu daga séu fullmannaðar og yfirvinnubannið muni því ekki hafa fyrirsjáanleg áhrif. Þó megi ekki mikið út af bregða. Flugmenn felldu kjarasamning við Icelandair sem náðist eftir að yfirvinnubann þeirra.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×