Dagbók frá Eþíópíu Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2011 07:15 Um fjögurleytið hélt ég að það myndi líða yfir mig af hungri. Klukkan átta um kvöldið var mér óglatt, klukkan tíu var ég orðin slöpp. Ég var stödd í norðurhluta Eþíópíu og hafði ekki borðað síðan eldsnemma um morguninn. Ekki af því að nægan mat væri ekki að finna þarna, heldur vegna þess að ég var sauður sem hafði skipulega tekist að missa af opnum veitingastöðum og verslunum. Þetta var lúxusvandamál. Þegar ég loks skreiddist á veitingastað stuttu fyrir miðnætti var ég með hálfgerðu óráði. Ég hafði auk þess látið rótsterkt kaffi í galtóman magann í óvæntri kaffiserímóníu. Þrjá bolla, líkt og hefðin kvað á um… Það var vont að vera svöng þennan dag í Eþíópíu. Verra var að viðurkenna að margir sem ég mætti voru jafnsvangir en gátu ekki keypt sig frá vandamálinu. Börnin þeirra voru í ofanálag orðin slöpp af langvarandi vannæringu. Einn daginn hitti ég margra barna móður á ofurlitlu heimili. Hún var illa haldin, börnin vannærð. Samt heimtaði hún að fá að bjóða upp á kaffi (kaffi er upprunnið í Eþíópíu). Hún átti reyndar ekki kaffibaunir og ekkert kaffiduft en dró fram nokkur krumpuð kaffilauf. Sauð vatn sem virtist ekki alltof hreint og hellti því yfir laufin. Úr varð ljósbrúnleitur drykkur. Hún brosti og rétti mér bolla. Ég hef aldrei drukkið jafnbragðvondan kaffidrykk – sem þó var hellt upp á af jafnmikilli virðingu og hlýju. Um kvöldið þegar ég keypti mér kvöldmat á sextíu krónur gat ég ekki hugsað um neitt annað en þessa konu. Þrátt fyrir að hafa safnað fyrir förinni með láglaunavinnu á sambýli í Reykjavík var ég moldrík í Eþíópíu. Með hverjum kaffibolla kom landið mér meira á óvart. Þarna voru fjallgarðar, grænir skógar, eyðimerkur og falleg stöðuvötn. Fólkið var gjörólíkt innbyrðis og talaði yfir 80 tungumál. Landið var jafnlangt frá staðalmyndinni um hungur og almennan ömurleika og hugsast gat. Á sama tíma skar inn að beini neyð þess hóps sem svo sannarlega bjó við skelfileg kjör. Upp á síðkastið hefur börnum fjölgað sem eru aðframkomin í Eþíópíu, Keníu og Sómalíu. Ástandið er skelfilegt. Ástæðan er meðal annars verstu þurrkar á svæðinu í yfir hálfa öld. Ég hef oft hugsað um brosandi konuna með kaffilaufin og óskað af öllu hjarta að hjálparstofnanir nái til hennar. Skyldu hún og börnin enn vera á lífi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Um fjögurleytið hélt ég að það myndi líða yfir mig af hungri. Klukkan átta um kvöldið var mér óglatt, klukkan tíu var ég orðin slöpp. Ég var stödd í norðurhluta Eþíópíu og hafði ekki borðað síðan eldsnemma um morguninn. Ekki af því að nægan mat væri ekki að finna þarna, heldur vegna þess að ég var sauður sem hafði skipulega tekist að missa af opnum veitingastöðum og verslunum. Þetta var lúxusvandamál. Þegar ég loks skreiddist á veitingastað stuttu fyrir miðnætti var ég með hálfgerðu óráði. Ég hafði auk þess látið rótsterkt kaffi í galtóman magann í óvæntri kaffiserímóníu. Þrjá bolla, líkt og hefðin kvað á um… Það var vont að vera svöng þennan dag í Eþíópíu. Verra var að viðurkenna að margir sem ég mætti voru jafnsvangir en gátu ekki keypt sig frá vandamálinu. Börnin þeirra voru í ofanálag orðin slöpp af langvarandi vannæringu. Einn daginn hitti ég margra barna móður á ofurlitlu heimili. Hún var illa haldin, börnin vannærð. Samt heimtaði hún að fá að bjóða upp á kaffi (kaffi er upprunnið í Eþíópíu). Hún átti reyndar ekki kaffibaunir og ekkert kaffiduft en dró fram nokkur krumpuð kaffilauf. Sauð vatn sem virtist ekki alltof hreint og hellti því yfir laufin. Úr varð ljósbrúnleitur drykkur. Hún brosti og rétti mér bolla. Ég hef aldrei drukkið jafnbragðvondan kaffidrykk – sem þó var hellt upp á af jafnmikilli virðingu og hlýju. Um kvöldið þegar ég keypti mér kvöldmat á sextíu krónur gat ég ekki hugsað um neitt annað en þessa konu. Þrátt fyrir að hafa safnað fyrir förinni með láglaunavinnu á sambýli í Reykjavík var ég moldrík í Eþíópíu. Með hverjum kaffibolla kom landið mér meira á óvart. Þarna voru fjallgarðar, grænir skógar, eyðimerkur og falleg stöðuvötn. Fólkið var gjörólíkt innbyrðis og talaði yfir 80 tungumál. Landið var jafnlangt frá staðalmyndinni um hungur og almennan ömurleika og hugsast gat. Á sama tíma skar inn að beini neyð þess hóps sem svo sannarlega bjó við skelfileg kjör. Upp á síðkastið hefur börnum fjölgað sem eru aðframkomin í Eþíópíu, Keníu og Sómalíu. Ástandið er skelfilegt. Ástæðan er meðal annars verstu þurrkar á svæðinu í yfir hálfa öld. Ég hef oft hugsað um brosandi konuna með kaffilaufin og óskað af öllu hjarta að hjálparstofnanir nái til hennar. Skyldu hún og börnin enn vera á lífi?