Innlent

Stefnt að rammasamningi

Vonast er til að samningur við tannlækna verði kominn á í septemberbyrjun. Fréttablaðið/hari
Vonast er til að samningur við tannlækna verði kominn á í septemberbyrjun. Fréttablaðið/hari
Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, vonast til þess að hægt verði að landa samningi við tannlækna fyrir lok vikunnar. „Við stillum þessu upp sem rammasamningi þannig að hver og einn geti gerst aðili að honum. Við vonumst til að ná tannlæknum inn á samning í byrjun september,“ segir forstjórinn en Sjúkratryggingar héldu kynningar- og umræðufund fyrir tannlækna í gær.

Ekki tókst að ljúka skoðun og viðgerð á tönnum allra þeirra barna sem fengu samþykki fyrir gjaldfrjálsum tannviðgerðum í átaki velferðarráðuneytisins í sumar. Tryggingastofnun samþykkti umsóknir fyrir 1.056 börn tekjulágra foreldra.

„Viðgerðir kláruðust hjá tæplega helmingi barnanna. Einhver hluti er búinn að fá skoðun en ekki fulla viðgerð. Svo er stór hópur sem ekki náðist að skoða,“ segir Margrét Erlendsdóttir, ritstjóri upplýsingamála hjá ráðuneytinu.

Hún segir markmiðið að börnin sem um ræðir geti leitað til þeirra tannlækna sem samið hafi við Sjúkratryggingar Íslands og fengið þjónustu sér að kostnaðarlausu.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×