Innlent

Efnahagsbrotamál undir einn hatt

Haraldur Johannessen hefur lengi talað fyrir því að rannsókn efnahagsbrotamála verði á einni hendi.
Haraldur Johannessen hefur lengi talað fyrir því að rannsókn efnahagsbrotamála verði á einni hendi.
Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og embætti sérstaks saksóknara verða sameinuð um næstu mánaðamót samkvæmt lögum sem þá taka gildi. Við gildistöku laganna flyst rannsókn mála, er undir efnahagsbrotadeild heyra, ákæruvald og sókn þeirra mála sem þegar sæta ákærumeðferð fyrir dómstólum af hálfu ríkislögreglustjóra, frá embætti RLS til embættis sérstaks saksóknara.

Auk þeirra starfsmanna sem á undanförnum árum hafa flust frá ríkislögreglustjóra til sérstaks saksóknara flytjast fjórtán stöðugildi til sérstaks saksóknara við þessi tímamót.

Fjárveitingar til efnahagsbrotadeildar færast einnig til sérstaks saksóknara og nema þær alls um 124 milljónum króna á ársgrundvelli. Ríkislögreglustjóri mun áfram annast móttöku tilkynninga á grundvelli laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Í formála nýútgefinnar ársskýrslu embættis ríkislögreglustjóra kveðst Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri lengi hafa talað fyrir því að sett verði á fót sérstök eining til að fara með mál er varða efnahagsbrot og að hlutverk ýmissa ríkisstofnana á því sviði verði endurskoðað.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×