Innlent

Bjóða múslimum til kvöldverðar

Hér sjást trúbræður úr söfnuði Menningaseturs múslima á Íslandi taka til matar síns í upphafi Ramadan. fréttablaðið/hag
Hér sjást trúbræður úr söfnuði Menningaseturs múslima á Íslandi taka til matar síns í upphafi Ramadan. fréttablaðið/hag
Karím Askari
Luis Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, býður leiðtogum og fólki úr söfnuði múslima á Íslandi til kvöldverðar þann 16. ágúst næstkomandi. Að sögn Lauru J. Gritz, talsmanns sendiráðsins, verður þetta svokallaður iftar-kvöldverður en þá rjúfa múslimar föstuna semstendur yfir svo lengi sem sól er á himni. Í fyrra bauð Sam Watson, sem þá fór með forstöðu í sendiráðinu, til slíks kvöldverðar.

Karím Askari, formaður Menningarseturs múslima á Íslandi, segist vonast til þess að hinn nýi bænaprestur þeirra, Taha Sidique, muni komast til þessa kvöldverðar en hann fékk langþráð dvalarleyfi hér á landi í fyrradag. Hann er nú í Egyptalandi og reynir að flýta för hingað til lands.

Söfnuðurinn var orðinn langeygður eftir dvalarleyfi fyrir bænaprestinn sinn en umsókn hans hafði verið til afgreiðslu í rúma þrjá mánuði hjá Útlendingastofnun. Var þeim mikið í mun að fá bænaprestinn áður en Ramadan, helgur mánuður múslima, rynni sitt skeið á enda en honum lýkur þann 29. ágúst.- jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×