Innlent

Ein með öllu seldist upp

Íslensku pylsurnar seldust upp á rúmum tveimur tímum.
mynd/bradley reinhardt
Íslensku pylsurnar seldust upp á rúmum tveimur tímum. mynd/bradley reinhardt
Endursköpun Bæjarins beztu pylsur í Toronto í Kanada sló í gegn um síðustu helgi. Kanadabúarnir John og Juli Daoust Baker, eigendur verslunarinnar Mjölk, opnuðu pylsubar í anda hins reykvíska síðasta föstudag.

Viðtökurnar komu þeim hjónum á óvart og þegar staðurinn opnaðist hafði myndast löng röð upp götuna. Þau höfðu pantað tvö hundruð pylsur sem þau báru fram með íslensku hráefni. Pylsurnar seldust upp á rúmum tveimur tímum. „Við hefðum getað selt miklu meira en bjuggumst alls ekki við að þetta yrði svona vinsælt.“- mmf /




Fleiri fréttir

Sjá meira


×