Skemmtilegur textahöfundur Trausti Júlíusson skrifar 15. ágúst 2011 11:00 Skúli mennski - Búgí! Tónlist. Búgí! Skúli mennski. Skúli mennski er listamannsnafn Ísfirðingsins Skúla Þórðarsonar. Búgí! er önnur platan hans, en sú fyrsta kom út í fyrra. Það er hljómsveitin Grjót sem sér um undirleikinn með hjálp blásara og bakraddasöngvara, en Skúli sjálfur syngur ásamt Þórunni Önnu Kristjánsdóttur. Aðal styrkur Búgí felst í skemmtilegum textum. Skúli deilir með okkur mjög húmorískri sýn á tilveruna. Ástin er oft viðfangsefnið, séð með karlkyns augum, en ekki alltaf. Einn besti textinn er Ég hlusta (á vínylplöturnar hans pabba) sem dregur upp skemmtilega mynd af fráskildum pabba sem er fluttur með gömlu plöturnar sínar í pínu kompu úti í bæ þar sem hann „situr stjarfur í eina stólnum sem hann á og drekkur af stút" á meðan sonurinn hlustar á vínylplötunar hans. Þessi lína kom manni til að brosa: „Ég hlusta á Bubba og Bó/og HLH…" Skúli er ekkert stórskáld, en þó að textarnir séu frekar einfaldir þá eru þeir vel skrifaðir og fullir af lúmskum húmor. Tónlistin er skemmtilega útfærð. Lögin eru að mestu byggð á margnotuðum slögurum, gömlu rokki, búgí og ryþmablús. Lagahöfunda er ekki getið (einhvern tímann voru það nú lágmarksupplýsingar!), en maður hefur oft áður heyrt lög eins og Leggir, Ball, Sökudólgabúgí og Aldrei aftur heim. Lögin eru skemmtilega útsett og flutt. Þetta er mátulega hrátt til þess að það virki með textunum sem Skúli syngur vel og í karakter. Bakraddirnar setja líka skemmtilegan svip á útkomuna og blásararnir auka á fjölbreytnina. Á heildina litið er þetta skemmtileg plata sem sérstaklega er hægt að mæla með fyrir þá sem hafa gaman af góðum íslenskum textum. Niðurstaða: Vel útfærð tónlist og flottir textar. Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist. Búgí! Skúli mennski. Skúli mennski er listamannsnafn Ísfirðingsins Skúla Þórðarsonar. Búgí! er önnur platan hans, en sú fyrsta kom út í fyrra. Það er hljómsveitin Grjót sem sér um undirleikinn með hjálp blásara og bakraddasöngvara, en Skúli sjálfur syngur ásamt Þórunni Önnu Kristjánsdóttur. Aðal styrkur Búgí felst í skemmtilegum textum. Skúli deilir með okkur mjög húmorískri sýn á tilveruna. Ástin er oft viðfangsefnið, séð með karlkyns augum, en ekki alltaf. Einn besti textinn er Ég hlusta (á vínylplöturnar hans pabba) sem dregur upp skemmtilega mynd af fráskildum pabba sem er fluttur með gömlu plöturnar sínar í pínu kompu úti í bæ þar sem hann „situr stjarfur í eina stólnum sem hann á og drekkur af stút" á meðan sonurinn hlustar á vínylplötunar hans. Þessi lína kom manni til að brosa: „Ég hlusta á Bubba og Bó/og HLH…" Skúli er ekkert stórskáld, en þó að textarnir séu frekar einfaldir þá eru þeir vel skrifaðir og fullir af lúmskum húmor. Tónlistin er skemmtilega útfærð. Lögin eru að mestu byggð á margnotuðum slögurum, gömlu rokki, búgí og ryþmablús. Lagahöfunda er ekki getið (einhvern tímann voru það nú lágmarksupplýsingar!), en maður hefur oft áður heyrt lög eins og Leggir, Ball, Sökudólgabúgí og Aldrei aftur heim. Lögin eru skemmtilega útsett og flutt. Þetta er mátulega hrátt til þess að það virki með textunum sem Skúli syngur vel og í karakter. Bakraddirnar setja líka skemmtilegan svip á útkomuna og blásararnir auka á fjölbreytnina. Á heildina litið er þetta skemmtileg plata sem sérstaklega er hægt að mæla með fyrir þá sem hafa gaman af góðum íslenskum textum. Niðurstaða: Vel útfærð tónlist og flottir textar.
Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira