Ríkið mun hjálpa Pawel Bartoszek skrifar 19. ágúst 2011 06:00 Sumir leigja þær íbúðir sem þeir búa í. Aðrir eiga þær íbúðir sem þeir búa í. Flestir þeirra sem eiga íbúðirnar eiga þær þó einungis í þeim skilningi að þeir hafa skuldbundið sig til að greiða einhverjum öðrum stóran hluta tekna sinna nær alla starfsævi fyrir að fá að búa þar. Þú átt íbúðina en bankinn á þig. Snilldarfyrirkomulag. Þeir sem leigðu á árunum fyrir bankahrun fengu stundum að heyra að það væri algjört rugl. Óskynsamlegt væri að borga upp lán fyrir aðra og vera ekkert að „eignast" í íbúðinni. Ættingjar lögðu sig fram við að hjálpa næstu kynslóð með útborgunina svo hún gæti farið að eignast sínar íbúðir. „Er Titanic að sigla úr höfn á eftir? Ég skal lána þér fyrir miðanum!" Nú vildu margir nú vera í þeirri stöðu að eiga nákvæmlega ekkert í íbúðinni sinni. Það er nefnilega mun skárra að eiga ekkert en að eiga minna en ekkert, eins og raunin er gjarnan. Þá vilja menn fara að leigja, raðirnar í leiguhúsnæði lengjast og verðið hækkar. PlatbæturSú umræða hefur komið upp að undanförnu að samræma þyrfti húsaleigubætur og vaxtabætur. Það er góð hugmynd. Rökréttasta og einfaldasta samræmingin væri að leggja hvort tveggja niður og láta fólk kaupa og leigja eigin íbúðir sjálft en ekki með aðstoð annarra. Hafi menn áhuga á að stuðla að tekjujöfnun þá eiga þeir að nota til þess skattkerfið með sínum skattþrepum og persónuafsláttum en ekki að nota til þess bótakerfi sem er í raun bara plat. Hugmyndin með vaxtabótum ætti að vera að hvetja fólk til að kaupa sér íbúð, frekar en að leigja. Hugmyndin með húsaleigubótum er að hvetja fólk til að leigja sér íbúðir, væntanlega frekar en að vera á götunni. Við erum sem sagt með bætur fyrir alla þá sem eru að leigja íbúð eða að borga af henni. Það er ansi mikið af fólki. Bætur eiga að bæta mönnum eitthvað. En hvers vegna á að bæta fólki það að það hafi eignast börn? Hvers vegna að bæta mönnum það að þeir séu að reyna að eignast íbúð? Eða hafi lent í því að vera leigjendur? Allir borga massaskatta og flestir fá einhverjar bætur. Hvernig væri að taka út milliliðinn og leyfa fólki að halda eftir eigin peningum og nota þá í það sem því sýnist. Þegar við skoðum áhrif vaxtabóta í heild sinni þá eru þau þau sömu ef lagður væri 8% viðbótarskattur á millitekjur á bilinu frá 200 upp í 800 þúsund og skattleysismörkin hækkuð um 50 þúsund. Þá vakna strax upp nokkrar spurningar. Í fyrsta lagi: Af hverju eiga þeir sem eru að borga af íbúð að hafa hærri skattleysismörk en aðrir? Í öðru lagi: Ef við værum að koma á nýjum skatti, myndum við láta hann ná til tekna á bilinu frá 200 upp í 800 þúsund? Þetta er vandinn í hnotskurn. Allar tekjutengdar bætur hafa sömu virkni og sérstakir skattar á lág- og millitekjufólk. Barnabætur jafngilda millitekjuskatti. Vaxtabætur og húsaleigubætur gera það einnig. Hugmyndir um tekjutengingu gjaldskráa Reykjavíkurborgar eru af sama meiði. Enn einn millitekjuskatturinn. ÍbúðaleigusjóðurNú er farið að bera á hugmyndum um sérstakt opinbert leigufélag til að leigja út þær íbúðir sem Íbúðalánasjóður hefur tekið til sín. Eitt af því sem hækkar leiguverð er að fleiri vilja taka íbúðir á leigu en eru að leigja þær út. Sneggsta og skynsamlegasta leiðin út úr því er að láta Íbúðalánasjóð selja þær fjölmörgu íbúðir sem hann á en ekki að dúndra ríkinu inn á leigumarkað í beinni samkeppni við húseigendur og leigufélög. Ríkið er meðvirkt apparatÞegar allir vildu kaupa sér íbúð bjó ríkið til 90% lán og svo gátu allir keypt sér íbúð og allir gerðu. Nú þegar allir vilja leigja sér íbúð mun ekki vanta stjórnmálamenn sem munu lofa leiðum til að gera öllum kleift að geta leigt sér íbúð. Jafnvel með smellnum auglýsingum í sjónvarpi. Þær hugmyndir munu hljóma jafnvel og hugmyndirnar um 90% lánin. Og vera jafnvondar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun
Sumir leigja þær íbúðir sem þeir búa í. Aðrir eiga þær íbúðir sem þeir búa í. Flestir þeirra sem eiga íbúðirnar eiga þær þó einungis í þeim skilningi að þeir hafa skuldbundið sig til að greiða einhverjum öðrum stóran hluta tekna sinna nær alla starfsævi fyrir að fá að búa þar. Þú átt íbúðina en bankinn á þig. Snilldarfyrirkomulag. Þeir sem leigðu á árunum fyrir bankahrun fengu stundum að heyra að það væri algjört rugl. Óskynsamlegt væri að borga upp lán fyrir aðra og vera ekkert að „eignast" í íbúðinni. Ættingjar lögðu sig fram við að hjálpa næstu kynslóð með útborgunina svo hún gæti farið að eignast sínar íbúðir. „Er Titanic að sigla úr höfn á eftir? Ég skal lána þér fyrir miðanum!" Nú vildu margir nú vera í þeirri stöðu að eiga nákvæmlega ekkert í íbúðinni sinni. Það er nefnilega mun skárra að eiga ekkert en að eiga minna en ekkert, eins og raunin er gjarnan. Þá vilja menn fara að leigja, raðirnar í leiguhúsnæði lengjast og verðið hækkar. PlatbæturSú umræða hefur komið upp að undanförnu að samræma þyrfti húsaleigubætur og vaxtabætur. Það er góð hugmynd. Rökréttasta og einfaldasta samræmingin væri að leggja hvort tveggja niður og láta fólk kaupa og leigja eigin íbúðir sjálft en ekki með aðstoð annarra. Hafi menn áhuga á að stuðla að tekjujöfnun þá eiga þeir að nota til þess skattkerfið með sínum skattþrepum og persónuafsláttum en ekki að nota til þess bótakerfi sem er í raun bara plat. Hugmyndin með vaxtabótum ætti að vera að hvetja fólk til að kaupa sér íbúð, frekar en að leigja. Hugmyndin með húsaleigubótum er að hvetja fólk til að leigja sér íbúðir, væntanlega frekar en að vera á götunni. Við erum sem sagt með bætur fyrir alla þá sem eru að leigja íbúð eða að borga af henni. Það er ansi mikið af fólki. Bætur eiga að bæta mönnum eitthvað. En hvers vegna á að bæta fólki það að það hafi eignast börn? Hvers vegna að bæta mönnum það að þeir séu að reyna að eignast íbúð? Eða hafi lent í því að vera leigjendur? Allir borga massaskatta og flestir fá einhverjar bætur. Hvernig væri að taka út milliliðinn og leyfa fólki að halda eftir eigin peningum og nota þá í það sem því sýnist. Þegar við skoðum áhrif vaxtabóta í heild sinni þá eru þau þau sömu ef lagður væri 8% viðbótarskattur á millitekjur á bilinu frá 200 upp í 800 þúsund og skattleysismörkin hækkuð um 50 þúsund. Þá vakna strax upp nokkrar spurningar. Í fyrsta lagi: Af hverju eiga þeir sem eru að borga af íbúð að hafa hærri skattleysismörk en aðrir? Í öðru lagi: Ef við værum að koma á nýjum skatti, myndum við láta hann ná til tekna á bilinu frá 200 upp í 800 þúsund? Þetta er vandinn í hnotskurn. Allar tekjutengdar bætur hafa sömu virkni og sérstakir skattar á lág- og millitekjufólk. Barnabætur jafngilda millitekjuskatti. Vaxtabætur og húsaleigubætur gera það einnig. Hugmyndir um tekjutengingu gjaldskráa Reykjavíkurborgar eru af sama meiði. Enn einn millitekjuskatturinn. ÍbúðaleigusjóðurNú er farið að bera á hugmyndum um sérstakt opinbert leigufélag til að leigja út þær íbúðir sem Íbúðalánasjóður hefur tekið til sín. Eitt af því sem hækkar leiguverð er að fleiri vilja taka íbúðir á leigu en eru að leigja þær út. Sneggsta og skynsamlegasta leiðin út úr því er að láta Íbúðalánasjóð selja þær fjölmörgu íbúðir sem hann á en ekki að dúndra ríkinu inn á leigumarkað í beinni samkeppni við húseigendur og leigufélög. Ríkið er meðvirkt apparatÞegar allir vildu kaupa sér íbúð bjó ríkið til 90% lán og svo gátu allir keypt sér íbúð og allir gerðu. Nú þegar allir vilja leigja sér íbúð mun ekki vanta stjórnmálamenn sem munu lofa leiðum til að gera öllum kleift að geta leigt sér íbúð. Jafnvel með smellnum auglýsingum í sjónvarpi. Þær hugmyndir munu hljóma jafnvel og hugmyndirnar um 90% lánin. Og vera jafnvondar.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun