Langaði mest til að flýja land 20. ágúst 2011 12:00 Metsöluhöfundur Þriðja bókin hennar á rúmu ári er væntanleg í lok mánaðarins, þær fyrri seldust samanlagt í 10.000 eintökum og vonast Tobba Marinós til að lesendur taki þeirri nýju jafn vel.fréttablaðið/valli Bókin er loksins á leiðinni, útgáfupartíið verður 25. ágúst,“ segir Tobba Marinós og á þá að sjálfsögðu við framhald metsölubókarinnar Makalaus, sem fengið hefur nafnið Lýtalaus. Blaðamanni þykir orðinu loksins eiginlega ofaukið, því aðeins er rétt rúmt ár síðan Makalaus kom út og í millitíðinni gaf Tobba út bókina Dömusiði. „Lýtalaus átti að koma út síðasta vor en svo datt ég í vinnuna við sjónvarpsþættina Makalaus þannig að hún frestaðist aðeins. Svo er ég auðvitað að vinna fulla vinnu,“ segir Tobba og viðurkennir að hún sé dugnaðarforkur. „Foreldrar mínir eru ótrúlega dugleg bæði, þau hafa alið þennan metnað upp í mér þótt þau séu reyndar núna stundum að segja mér að slaka á,“ segir Tobba, sem er alin upp í Kópavoginum af þeim Marinó Björnssyni, sölustjóra hjá Heklu, og Guðbjörgu Birkis Jónsdóttur sem er heimavinnandi sem stendur. Mamma er fyrirmyndin„Mamma er ein helsta fyrirmynd mín, hún fer fyrst á fætur og síðust að sofa og er alltaf að. Ég á þrjú systkini, eldri bróður og tvær yngri systur. Sú næstyngsta er langveik þannig að það er nóg að gera en mamma hefur ekkert verið að vorkenna sér. Svo segi ég stundum að það sé pabba og mömmu að kenna hvað ég er klikkuð. Til dæmis læsti mamma pabba einu sinni úti þegar hann hafði beitt háþrýstidælu á blómin í garðinum, hann átti nefnilega að vökva þau. Þá sprautaði hann á hana inn um gluggann. Hún var ekki ánægð,“ segir Tobba og hlær. Tobba ætlaði sér að verða fræg þegar hún var lítil. „Ég ætlaði að verða leikkona en svo snerist mér hugur. Í staðinn ákvað ég að fara til Bretlands í fjölmiðlafræði. Ég lærði í Háskólanum í Derby þar sem fjölmiðlafræðin var mjög praktísk, mikið af verkefnum af ýmsu tagi,“ segir Tobba, sem hefur haldið því áfram eftir námið að fást við fjölbreytileg verkefni. „Núna er ég kynningarstjóri Skjás eins, var að ljúka bókinni og er að undirbúa sjónvarpsþáttinn sem ég og Ellý Ármanns verðum með í vetur.“ Óréttmæt gagnrýniSjónvarpsþátturinn hefur þegar verið gagnrýndur vegna þess sem haft var eftir stallsystrunum í Fréttatímanum að hann fjallaði um allt sem konur hafa hafa áhuga á, kynlíf, heilsu og börn. „Já við fengum mjög hörð viðbrögð. Sem mér finnst svolítið skrítið vegna þess að þátturinn er ekki byrjaður og við enn að undirbúa hann. Það getur vel verið að við fjöllum líka um pólitík og ofbeldi. En okkur langar líka til þess að fjalla um það sem er jákvætt og skemmtilegt. Það er bara svo vanmetið að skemmta sér. Auðvitað þurfum við allar að díla við vandamál en við verðum að fá tíma til að kúpla okkur frá þeim. Ég hef verið skömmuð fyrir að segjast vera femínisti en ég hef komist langt í því sem ég er að gera, búið til mína peninga sjálf og staðið mig vel, er það ekki bara góð barátta? Mér finnst fínt að sumar konur vilja bródera og aðrar mótmæla, en ég vil bara fá að vera ég sjálf,“ segir Tobba. Sjóuð í að taka gagnrýni„Svo vorum við Ellý að auglýsa eftir konum til að taka þátt í heilsuátaki í þáttunum. Vildum fá konur sem eiga við vandamál að stríða og strax fyrsta sólarhringinn höfðu um 40 konur haft samband. Mér finnst frábært ef við getum bæði hjálpað þremur konum til að breyta lífi sínu til batnaðar og kannski hvatt konur sem sitja heima og fylgjast með til þess að gera það líka. En við erum líka búnar undir gagnrýni á þennan dagskrárlið og ásakanir um að við séum að ýta undir staðalímyndir,“ segir Tobba. Tekurðu gagnrýnina nærri þér? „Ég er nú orðin nokkuð sjóuð. Ég held að maðurinn minn [Karl Sigurðsson] og mamma mín taki allt þetta umtal miklu nær sér en ég geri. Mamma getur orðið alveg brjáluð, það þarf að taka netið úr sambandi hjá henni svo hún fari ekki að verja mig úti um allt,“ segir Tobba, sem hefur verið umtöluð síðan hún hóf bloggskrif þar sem meðal annars var fjallað á opinskáan hátt um samskipti kynjanna. Vantaði íslenskar stelpubækurÞau skrif voru aðdragandi að bókinni Makalaus en Tobba fór á fund Egils Jóhannssonar hjá Forlaginu og sýndi honum hvað bloggið var mikið lesið. „Ég las mjög mikið af svona chick-lit eða stelpubókum þegar ég var í náminu í Bretlandi. Og mig langaði til þess að færa þær yfir til Íslands, að söguhetjurnar væru að hittast á Kaffitári í staðinn fyrir Starbucks. Setja smá íslenska lúðastemningu yfir í þessar bækur,“ segir Tobba. Hugmyndinni var tekið vel á Forlaginu og Tobba settist við skriftir. „Það var mjög erfitt. Ég er lesblind eins og oft hefur komið fram og svo er eitt að skrifa smá blogg en annað að búa til bók. En ég fékk aðstoð hjá vönu fólki á Forlaginu og svo þegar ég var komin með samning og „deadline“ þá var ekkert annað að gera að setjast niður og skrifa.“ Vinkonurnar uppspretta sagnaLíf Tobbu og vinkvenna hennar er innblástur margra sagna sem sagðar eru af söguhetju bókarinnar Makalaus, Lilju Sigurðardóttur og vinkvenna hennar. „Þessar sögur eru allar meira og minna sannar, enda of fáránlegar stundum til þess að hægt væri að finna þær upp. Vinkonur mínar eru líka farnar að segja við mig stundum, ekki setja þetta í bókina, þegar við erum að spjalla,“ segir Tobba og skellir upp úr. Makalaus seldist í fimm þúsund eintökum og því óhætt að segja að lesendur hafi tekið henni opnum örmum. „Ég var dauðstressuð þegar hún var væntanleg, pantaði mér far til New York og ætlaði að láta mig hverfa. Þau hjá Forlaginu sannfærðu mig um að ég yrði að vera á staðnum. Og bókin gekk vel, það kom aldrei neitt voðalegt diss eins og ég bjóst jafnvel við,“ segir Tobba, sem hefur fengið mörg bréf frá aðdáendum sem þakka henni fyrir bókina og bíða spenntir eftir framhaldinu. Margir með minnimáttarkennd„Bókin hefur líka leitt mig víða, ég var til dæmis fengin til að koma í tíma í bókmenntafræðinni í Háskólanum til að ræða um bókina á námskeiði Dagnýjar Kristjánsdóttur um ástarsögur. Þar fékk ég harða gagnrýni fyrir það hversu mikið Lilja hugsar um kílóin og makaleitina. En svo stóð önnur stelpa í kúrsinum upp og spurði þessa gagnrýnu hvort hún ætti mann og þegar sú játaði þá sagði þessi sem stóð upp að hún ætti ekki mann og vildi líka gjarnan vera 10 kílóum léttari. Hún hugsaði mjög mikið um þessi mál, ef ekki öllum stundum og spurði hvort hún væri þar með kjánaleg,“ segir Tobba og bætir við að enginn vilji vera með komplexa en veruleikinn sé sá að margir séu haldnir minnimáttarkennd. Sjálf er hún nokkuð sátt við sína galla. „Ég hef alltaf verið þessi þykka týpa en er sátt við það í dag hvernig ég lít út. Svo veit ég að það eru stundum villur í textanum mínum og það veður á mér. Ég hef fengið póst þar sem fólk er að leiðrétta textann minn og póst þar sem kom fram að ég væri óalandi og óferjandi en yrði eflaust ágæt ef ég tæki smá tilsögn. Ég svaraði því nú þannig að gallarnir mínir væru það persónulegasta sem ég ætti,“ segir Tobba. Við víkjum talinu aftur að endurkomu Lilju Sigurðardóttur og nýju bókinni Lýtalaus. Tobba viðurkennir að það sé stressandi að bíða viðbragða við nýju bókinni en hún vonar að aðdáendur verði ekki fyrir vonbrigðum. „Það eru meiri væntingar núna og margir sem þekkja söguhetjuna og vini hennar. Ég var ekki einu sinni viss um að ég gæti skrifað framhald af Makalaus, en svo þegar ég var búin með Lýtalaus var ég strax komin með titil og hugmynd fyrir næstu bók. Svo vonast ég til þess að fleiri stelpur fari að skrifa stelpubækur, ég hef engan áhuga á að eiga markaðinn ein,“ segir Tobba að lokum. Lífið Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Bókin er loksins á leiðinni, útgáfupartíið verður 25. ágúst,“ segir Tobba Marinós og á þá að sjálfsögðu við framhald metsölubókarinnar Makalaus, sem fengið hefur nafnið Lýtalaus. Blaðamanni þykir orðinu loksins eiginlega ofaukið, því aðeins er rétt rúmt ár síðan Makalaus kom út og í millitíðinni gaf Tobba út bókina Dömusiði. „Lýtalaus átti að koma út síðasta vor en svo datt ég í vinnuna við sjónvarpsþættina Makalaus þannig að hún frestaðist aðeins. Svo er ég auðvitað að vinna fulla vinnu,“ segir Tobba og viðurkennir að hún sé dugnaðarforkur. „Foreldrar mínir eru ótrúlega dugleg bæði, þau hafa alið þennan metnað upp í mér þótt þau séu reyndar núna stundum að segja mér að slaka á,“ segir Tobba, sem er alin upp í Kópavoginum af þeim Marinó Björnssyni, sölustjóra hjá Heklu, og Guðbjörgu Birkis Jónsdóttur sem er heimavinnandi sem stendur. Mamma er fyrirmyndin„Mamma er ein helsta fyrirmynd mín, hún fer fyrst á fætur og síðust að sofa og er alltaf að. Ég á þrjú systkini, eldri bróður og tvær yngri systur. Sú næstyngsta er langveik þannig að það er nóg að gera en mamma hefur ekkert verið að vorkenna sér. Svo segi ég stundum að það sé pabba og mömmu að kenna hvað ég er klikkuð. Til dæmis læsti mamma pabba einu sinni úti þegar hann hafði beitt háþrýstidælu á blómin í garðinum, hann átti nefnilega að vökva þau. Þá sprautaði hann á hana inn um gluggann. Hún var ekki ánægð,“ segir Tobba og hlær. Tobba ætlaði sér að verða fræg þegar hún var lítil. „Ég ætlaði að verða leikkona en svo snerist mér hugur. Í staðinn ákvað ég að fara til Bretlands í fjölmiðlafræði. Ég lærði í Háskólanum í Derby þar sem fjölmiðlafræðin var mjög praktísk, mikið af verkefnum af ýmsu tagi,“ segir Tobba, sem hefur haldið því áfram eftir námið að fást við fjölbreytileg verkefni. „Núna er ég kynningarstjóri Skjás eins, var að ljúka bókinni og er að undirbúa sjónvarpsþáttinn sem ég og Ellý Ármanns verðum með í vetur.“ Óréttmæt gagnrýniSjónvarpsþátturinn hefur þegar verið gagnrýndur vegna þess sem haft var eftir stallsystrunum í Fréttatímanum að hann fjallaði um allt sem konur hafa hafa áhuga á, kynlíf, heilsu og börn. „Já við fengum mjög hörð viðbrögð. Sem mér finnst svolítið skrítið vegna þess að þátturinn er ekki byrjaður og við enn að undirbúa hann. Það getur vel verið að við fjöllum líka um pólitík og ofbeldi. En okkur langar líka til þess að fjalla um það sem er jákvætt og skemmtilegt. Það er bara svo vanmetið að skemmta sér. Auðvitað þurfum við allar að díla við vandamál en við verðum að fá tíma til að kúpla okkur frá þeim. Ég hef verið skömmuð fyrir að segjast vera femínisti en ég hef komist langt í því sem ég er að gera, búið til mína peninga sjálf og staðið mig vel, er það ekki bara góð barátta? Mér finnst fínt að sumar konur vilja bródera og aðrar mótmæla, en ég vil bara fá að vera ég sjálf,“ segir Tobba. Sjóuð í að taka gagnrýni„Svo vorum við Ellý að auglýsa eftir konum til að taka þátt í heilsuátaki í þáttunum. Vildum fá konur sem eiga við vandamál að stríða og strax fyrsta sólarhringinn höfðu um 40 konur haft samband. Mér finnst frábært ef við getum bæði hjálpað þremur konum til að breyta lífi sínu til batnaðar og kannski hvatt konur sem sitja heima og fylgjast með til þess að gera það líka. En við erum líka búnar undir gagnrýni á þennan dagskrárlið og ásakanir um að við séum að ýta undir staðalímyndir,“ segir Tobba. Tekurðu gagnrýnina nærri þér? „Ég er nú orðin nokkuð sjóuð. Ég held að maðurinn minn [Karl Sigurðsson] og mamma mín taki allt þetta umtal miklu nær sér en ég geri. Mamma getur orðið alveg brjáluð, það þarf að taka netið úr sambandi hjá henni svo hún fari ekki að verja mig úti um allt,“ segir Tobba, sem hefur verið umtöluð síðan hún hóf bloggskrif þar sem meðal annars var fjallað á opinskáan hátt um samskipti kynjanna. Vantaði íslenskar stelpubækurÞau skrif voru aðdragandi að bókinni Makalaus en Tobba fór á fund Egils Jóhannssonar hjá Forlaginu og sýndi honum hvað bloggið var mikið lesið. „Ég las mjög mikið af svona chick-lit eða stelpubókum þegar ég var í náminu í Bretlandi. Og mig langaði til þess að færa þær yfir til Íslands, að söguhetjurnar væru að hittast á Kaffitári í staðinn fyrir Starbucks. Setja smá íslenska lúðastemningu yfir í þessar bækur,“ segir Tobba. Hugmyndinni var tekið vel á Forlaginu og Tobba settist við skriftir. „Það var mjög erfitt. Ég er lesblind eins og oft hefur komið fram og svo er eitt að skrifa smá blogg en annað að búa til bók. En ég fékk aðstoð hjá vönu fólki á Forlaginu og svo þegar ég var komin með samning og „deadline“ þá var ekkert annað að gera að setjast niður og skrifa.“ Vinkonurnar uppspretta sagnaLíf Tobbu og vinkvenna hennar er innblástur margra sagna sem sagðar eru af söguhetju bókarinnar Makalaus, Lilju Sigurðardóttur og vinkvenna hennar. „Þessar sögur eru allar meira og minna sannar, enda of fáránlegar stundum til þess að hægt væri að finna þær upp. Vinkonur mínar eru líka farnar að segja við mig stundum, ekki setja þetta í bókina, þegar við erum að spjalla,“ segir Tobba og skellir upp úr. Makalaus seldist í fimm þúsund eintökum og því óhætt að segja að lesendur hafi tekið henni opnum örmum. „Ég var dauðstressuð þegar hún var væntanleg, pantaði mér far til New York og ætlaði að láta mig hverfa. Þau hjá Forlaginu sannfærðu mig um að ég yrði að vera á staðnum. Og bókin gekk vel, það kom aldrei neitt voðalegt diss eins og ég bjóst jafnvel við,“ segir Tobba, sem hefur fengið mörg bréf frá aðdáendum sem þakka henni fyrir bókina og bíða spenntir eftir framhaldinu. Margir með minnimáttarkennd„Bókin hefur líka leitt mig víða, ég var til dæmis fengin til að koma í tíma í bókmenntafræðinni í Háskólanum til að ræða um bókina á námskeiði Dagnýjar Kristjánsdóttur um ástarsögur. Þar fékk ég harða gagnrýni fyrir það hversu mikið Lilja hugsar um kílóin og makaleitina. En svo stóð önnur stelpa í kúrsinum upp og spurði þessa gagnrýnu hvort hún ætti mann og þegar sú játaði þá sagði þessi sem stóð upp að hún ætti ekki mann og vildi líka gjarnan vera 10 kílóum léttari. Hún hugsaði mjög mikið um þessi mál, ef ekki öllum stundum og spurði hvort hún væri þar með kjánaleg,“ segir Tobba og bætir við að enginn vilji vera með komplexa en veruleikinn sé sá að margir séu haldnir minnimáttarkennd. Sjálf er hún nokkuð sátt við sína galla. „Ég hef alltaf verið þessi þykka týpa en er sátt við það í dag hvernig ég lít út. Svo veit ég að það eru stundum villur í textanum mínum og það veður á mér. Ég hef fengið póst þar sem fólk er að leiðrétta textann minn og póst þar sem kom fram að ég væri óalandi og óferjandi en yrði eflaust ágæt ef ég tæki smá tilsögn. Ég svaraði því nú þannig að gallarnir mínir væru það persónulegasta sem ég ætti,“ segir Tobba. Við víkjum talinu aftur að endurkomu Lilju Sigurðardóttur og nýju bókinni Lýtalaus. Tobba viðurkennir að það sé stressandi að bíða viðbragða við nýju bókinni en hún vonar að aðdáendur verði ekki fyrir vonbrigðum. „Það eru meiri væntingar núna og margir sem þekkja söguhetjuna og vini hennar. Ég var ekki einu sinni viss um að ég gæti skrifað framhald af Makalaus, en svo þegar ég var búin með Lýtalaus var ég strax komin með titil og hugmynd fyrir næstu bók. Svo vonast ég til þess að fleiri stelpur fari að skrifa stelpubækur, ég hef engan áhuga á að eiga markaðinn ein,“ segir Tobba að lokum.
Lífið Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira