Sölvi Steinn Helgason og Sævar Snær Gunnlaugsson voru eldhressir og spenntir fyrir forsýningu á Game of Thrones í gær.Vísir/Vilhelm
Sýningar á sjónvarpsþáttunum Game of Thrones hefjast á Stöð 2 annað kvöld. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting ríki fyrir þáttunum og því var mikil spenna í Bíói Paradís í gær þar sem sérstök forsýning var á fyrstu tveimur þáttunum.
Game of Thrones-þættirnir hafa fengið fantagóðar viðtökur í Bandaríkjunum og víðar þar sem þeir hafa verið sýndir. Þættirnir voru tilnefndir til 13 Emmy-verðlauna þegar tilnefningar voru kynntar í síðasta mánuði. Fyrsti þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 21.55 annað kvöld.