Óvissa í bland við sigurgleði Ólafur Þ. Stephensen skrifar 23. ágúst 2011 06:00 Sigur uppreisnarmanna í Líbíu á einræðisherranum Gaddafí og sveitum hans virðist nú nokkuð öruggur. Innreið uppreisnarherjanna í Trípólí hefur verið fagnað víða um heim. Sá fögnuður er þó blandaður óvissu um hvað tekur við í landinu. Eins og málin standa nú í Líbíu leikur varla vafi á að það var rétt ákvörðun hjá aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins (NATO) að beita lofthernaði gegn sveitum Gaddafís. Annars er nokkuð víst að einræðisherrann hefði barið uppreisnina í landinu niður af mikilli grimmd og með miklu meira mannfalli en orðið hefur til þessa. Loftárásir NATO gerðu að verkum að her Gaddafís gat ekki beitt sér sem skyldi og auðvelduðu þannig uppreisnarmönnum hernaðinn. Hlutverki NATO í Líbíu er hins vegar áreiðanlega ekki lokið. Aðstæður í Líbíu eru að mörgu leyti svipaðar og í Írak og Afganistan, þar sem Vesturlönd hafa stuðlað að því að fella einræðisstjórnir úr sessi á undanförnum árum. Þjóðin skiptist í ótal ættbálka sem stundum hafa eldað grátt silfur saman. Á 42 ára valdatíð kom Gaddafí markvisst í veg fyrir að til yrðu í landinu stofnanir eða hreyfingar sem gætu tekið við því hlutverki að stjórna landinu. Þótt uppreisnarmenn hafi getað sameinazt um að koma einræðisherranum frá völdum og lýsi yfir vilja sínum til að koma á lýðræði og réttarríki í Líbíu er ekki víst að samstaðan haldi þegar hinn sameiginlegi óvinur er fallinn. Hættan á að upp úr sjóði með tilheyrandi innbyrðis átökum er vissulega fyrir hendi. Vesturlönd þurfa að nýta lærdómana frá Afganistan og Írak til að aðstoða Líbíumenn við endurreisn landsins. Draga þarf Gaddafí og samstarfsmenn hans fyrir alþjóðlegan dómstól og láta þá svara fyrir þá glæpi sem framdir hafa verið í valdatíð hans. Hins vegar þarf að leitast við af fremsta megni að koma í veg fyrir hefndir og hjaðningavíg í landinu. Líbíumenn munu þurfa aðstoð og ráðgjöf við að byggja upp lýðræðislegar stofnanir, sem þeir hafa enga reynslu af, svo og að reisa efnahagslíf landsins úr rústum. Þá þarf að leysa úr vanda hundraða þúsunda flóttamanna og hjálpa þeim að snúa aftur til heimkynna sinna. Vesturlönd þurfa nú að ljúka verkinu sem þau byrjuðu á og koma Líbíu hratt og örugglega til aðstoðar. Evrópusambandið verður að líta upp úr eigin vandamálum og skipuleggja stuðning við landið. NATO mun áfram þurfa að leggja sitt af mörkum og ekki er hægt að útiloka að starfrækja þurfi friðargæzlusveitir í Líbíu næstu árin. Með aðgerðunum gegn Gaddafí sendu Vesturlönd öðrum einræðisherrum í arabaheiminum þau skilaboð að þeir gætu ekki farið sínu fram gegn þegnum sínum. Þau verða líka að sýna lýðræðishreyfingunum í öðrum arabalöndum að þær geti vænzt stuðnings ef þeim tekst að hrekja harðstjórana af höndum sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun
Sigur uppreisnarmanna í Líbíu á einræðisherranum Gaddafí og sveitum hans virðist nú nokkuð öruggur. Innreið uppreisnarherjanna í Trípólí hefur verið fagnað víða um heim. Sá fögnuður er þó blandaður óvissu um hvað tekur við í landinu. Eins og málin standa nú í Líbíu leikur varla vafi á að það var rétt ákvörðun hjá aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins (NATO) að beita lofthernaði gegn sveitum Gaddafís. Annars er nokkuð víst að einræðisherrann hefði barið uppreisnina í landinu niður af mikilli grimmd og með miklu meira mannfalli en orðið hefur til þessa. Loftárásir NATO gerðu að verkum að her Gaddafís gat ekki beitt sér sem skyldi og auðvelduðu þannig uppreisnarmönnum hernaðinn. Hlutverki NATO í Líbíu er hins vegar áreiðanlega ekki lokið. Aðstæður í Líbíu eru að mörgu leyti svipaðar og í Írak og Afganistan, þar sem Vesturlönd hafa stuðlað að því að fella einræðisstjórnir úr sessi á undanförnum árum. Þjóðin skiptist í ótal ættbálka sem stundum hafa eldað grátt silfur saman. Á 42 ára valdatíð kom Gaddafí markvisst í veg fyrir að til yrðu í landinu stofnanir eða hreyfingar sem gætu tekið við því hlutverki að stjórna landinu. Þótt uppreisnarmenn hafi getað sameinazt um að koma einræðisherranum frá völdum og lýsi yfir vilja sínum til að koma á lýðræði og réttarríki í Líbíu er ekki víst að samstaðan haldi þegar hinn sameiginlegi óvinur er fallinn. Hættan á að upp úr sjóði með tilheyrandi innbyrðis átökum er vissulega fyrir hendi. Vesturlönd þurfa að nýta lærdómana frá Afganistan og Írak til að aðstoða Líbíumenn við endurreisn landsins. Draga þarf Gaddafí og samstarfsmenn hans fyrir alþjóðlegan dómstól og láta þá svara fyrir þá glæpi sem framdir hafa verið í valdatíð hans. Hins vegar þarf að leitast við af fremsta megni að koma í veg fyrir hefndir og hjaðningavíg í landinu. Líbíumenn munu þurfa aðstoð og ráðgjöf við að byggja upp lýðræðislegar stofnanir, sem þeir hafa enga reynslu af, svo og að reisa efnahagslíf landsins úr rústum. Þá þarf að leysa úr vanda hundraða þúsunda flóttamanna og hjálpa þeim að snúa aftur til heimkynna sinna. Vesturlönd þurfa nú að ljúka verkinu sem þau byrjuðu á og koma Líbíu hratt og örugglega til aðstoðar. Evrópusambandið verður að líta upp úr eigin vandamálum og skipuleggja stuðning við landið. NATO mun áfram þurfa að leggja sitt af mörkum og ekki er hægt að útiloka að starfrækja þurfi friðargæzlusveitir í Líbíu næstu árin. Með aðgerðunum gegn Gaddafí sendu Vesturlönd öðrum einræðisherrum í arabaheiminum þau skilaboð að þeir gætu ekki farið sínu fram gegn þegnum sínum. Þau verða líka að sýna lýðræðishreyfingunum í öðrum arabalöndum að þær geti vænzt stuðnings ef þeim tekst að hrekja harðstjórana af höndum sér.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun