Brjóst, blóð og barbarismi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 24. ágúst 2011 10:00 Bíó. Conan the Barbarian. Leikstjóri: Marcus Nispel. Aðalhlutverk: Jason Momoa, Rachel Nichols, Stephen Lang, Rose McGowan, Ron Perlman. Fyrsta sagan um villimanninn Conan var prentuð fyrir tæpum 80 árum og síðan hefur hann birst reglulega í bókum, teiknimyndasögum og á hvíta tjaldinu. Margir muna eftir kvikmyndunum tveimur þar sem vöðvabúntið Arnold Schwarzenegger túlkaði þessa vinsælu hetju, en nú eru komnar nýjar hreðjar í loðbrókina. Jason Momoa er ágætur sem Conan. Hann er fimari en forveri hans og virðist hafa sæmilega gaman af þessu. Kvenhetjan er lítið merkileg og illmennið höfum við séð margsinnis áður. Það er þá helst dóttir illmennisins sem nær að vera eftirminnileg, en hún er gríðarlega blóðþyrst og miskunnarlaus. Ofbeldið í myndinni er mikið og ljótt. Að sama skapi gefur það myndinni hressilegan B-myndablæ, þó að stafrænar blóðsletturnar verði þreytandi til lengdar. Conan the Barbarian er klisjukennd og óvönduð. Hún nær þó að vera skemmtileg á köflum og virðist vera að einhverju leyti meðvituð um eigin fáránleika. Byrjunaratriðið er til dæmis drepfyndið, en þar sjáum við dramatískan Ron Perlman skera barnungan gúmmí-Conan úr maga deyjandi móður sinnar í miðjum bardaga. Er atriðið grín? Það hlýtur að vera. Ég hafði hugsað mér að vera rausnarlegur í þágu „bjésins" en í lokakafla myndarinnar fór gamanið heldur að kárna. Lokauppgjörið er óspennandi langavitleysa og afhjúpar handritið endanlega sem þá hrákasmíð sem það er. Niðurstaða: Fyndin mynd og fjörug, ef maður fer heim í hléi. Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bíó. Conan the Barbarian. Leikstjóri: Marcus Nispel. Aðalhlutverk: Jason Momoa, Rachel Nichols, Stephen Lang, Rose McGowan, Ron Perlman. Fyrsta sagan um villimanninn Conan var prentuð fyrir tæpum 80 árum og síðan hefur hann birst reglulega í bókum, teiknimyndasögum og á hvíta tjaldinu. Margir muna eftir kvikmyndunum tveimur þar sem vöðvabúntið Arnold Schwarzenegger túlkaði þessa vinsælu hetju, en nú eru komnar nýjar hreðjar í loðbrókina. Jason Momoa er ágætur sem Conan. Hann er fimari en forveri hans og virðist hafa sæmilega gaman af þessu. Kvenhetjan er lítið merkileg og illmennið höfum við séð margsinnis áður. Það er þá helst dóttir illmennisins sem nær að vera eftirminnileg, en hún er gríðarlega blóðþyrst og miskunnarlaus. Ofbeldið í myndinni er mikið og ljótt. Að sama skapi gefur það myndinni hressilegan B-myndablæ, þó að stafrænar blóðsletturnar verði þreytandi til lengdar. Conan the Barbarian er klisjukennd og óvönduð. Hún nær þó að vera skemmtileg á köflum og virðist vera að einhverju leyti meðvituð um eigin fáránleika. Byrjunaratriðið er til dæmis drepfyndið, en þar sjáum við dramatískan Ron Perlman skera barnungan gúmmí-Conan úr maga deyjandi móður sinnar í miðjum bardaga. Er atriðið grín? Það hlýtur að vera. Ég hafði hugsað mér að vera rausnarlegur í þágu „bjésins" en í lokakafla myndarinnar fór gamanið heldur að kárna. Lokauppgjörið er óspennandi langavitleysa og afhjúpar handritið endanlega sem þá hrákasmíð sem það er. Niðurstaða: Fyndin mynd og fjörug, ef maður fer heim í hléi.
Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira