Trítilóð Lísa Popp í Fréttablaðinu skrifar 25. ágúst 2011 11:00 Þetta er ekki sama saklausa Lísa í Undralandi og fólk sá í hinni klassísku Disney-teiknimynd. Söguna um Lísu í Undralandi ættu flestir að þekkja en sagan sem sögð er í Alice: Madness Returns er útgáfa af þessari vinsælu sögu sem vekur nánast ónot hjá manni. Madness Returns, líkt og forverinn Alice sem kom út árið 2000, bregður upp mjög dökkri og blóðugri mynd af Lísu og furðuverunum í Undralandi. Í Madness Returns er Lísa orðin ung kona sem rambar á milli hins raunverulega heims og hins ímyndaða Undralands. Eitthvert eyðileggingarafl er að tæta í sig Undraland og Lísa þarf að bjarga því, sem og því litla sem er eftir af geðheilsu hennar. Leiknum er skipt niður í sex heima sem hver um sig skartar ákveðnu þema. Þessir heimar eru síðan tengdir saman með afskaplega litlausri og leiðinlegri útgáfu af skuggahverfum London. Leikmenn þurfa að fara í gegnum þessa heima, leysa ýmis verkefni, drepa ógrynni af undarlegum óvinum, hoppa, svífa, safna minningum og fleira í þeim dúr. Alice: Madness Returns skartar einstöku útliti sem gerir það að verkum að menn sogast inn í þennan brenglaða ímyndunarheim og drungalegur söguþráðurinn heldur rækilega í menn þangað til yfir lýkur. Það sem hins vegar skemmir fyrir útliti og andrúmslofti leiksins er spilun hans. Leikurinn er bara alltof einhæfur. Menn hafa úr mjög litlu að moða þegar kemur að vopnum leiksins, um fjögur vopn sem hægt er að uppfæra og menn eyða allt of miklum tíma í að svífa á milli palla með merkilega sterkum pilsfaldi Lísu. Þar að auki verða menn fljótt leiðir á því að murka lífið úr skrímslum Undralands þar sem að bardagakerfið, sérstaklega á piparkvarnarbyssunni, er frekar takmarkað. Það er ekki hægt að neita því að þessi útgáfa af Undralandi er í senn heillandi og ógnvekjandi. Leikurinn gefur manni nýja sýn á þetta sígilda ævintýri, sem er líklegt að fái Lewis Carroll til að snúa sér í marga hringi í gröfinni. Það er alltaf skemmtilegt þegar þekktum sögum er snúið nánast upp í andhverfu sína, en það væri vissulega betra ef leikurinn sjálfur væri eins sérstakur og útlit hans og efnistök. Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Söguna um Lísu í Undralandi ættu flestir að þekkja en sagan sem sögð er í Alice: Madness Returns er útgáfa af þessari vinsælu sögu sem vekur nánast ónot hjá manni. Madness Returns, líkt og forverinn Alice sem kom út árið 2000, bregður upp mjög dökkri og blóðugri mynd af Lísu og furðuverunum í Undralandi. Í Madness Returns er Lísa orðin ung kona sem rambar á milli hins raunverulega heims og hins ímyndaða Undralands. Eitthvert eyðileggingarafl er að tæta í sig Undraland og Lísa þarf að bjarga því, sem og því litla sem er eftir af geðheilsu hennar. Leiknum er skipt niður í sex heima sem hver um sig skartar ákveðnu þema. Þessir heimar eru síðan tengdir saman með afskaplega litlausri og leiðinlegri útgáfu af skuggahverfum London. Leikmenn þurfa að fara í gegnum þessa heima, leysa ýmis verkefni, drepa ógrynni af undarlegum óvinum, hoppa, svífa, safna minningum og fleira í þeim dúr. Alice: Madness Returns skartar einstöku útliti sem gerir það að verkum að menn sogast inn í þennan brenglaða ímyndunarheim og drungalegur söguþráðurinn heldur rækilega í menn þangað til yfir lýkur. Það sem hins vegar skemmir fyrir útliti og andrúmslofti leiksins er spilun hans. Leikurinn er bara alltof einhæfur. Menn hafa úr mjög litlu að moða þegar kemur að vopnum leiksins, um fjögur vopn sem hægt er að uppfæra og menn eyða allt of miklum tíma í að svífa á milli palla með merkilega sterkum pilsfaldi Lísu. Þar að auki verða menn fljótt leiðir á því að murka lífið úr skrímslum Undralands þar sem að bardagakerfið, sérstaklega á piparkvarnarbyssunni, er frekar takmarkað. Það er ekki hægt að neita því að þessi útgáfa af Undralandi er í senn heillandi og ógnvekjandi. Leikurinn gefur manni nýja sýn á þetta sígilda ævintýri, sem er líklegt að fái Lewis Carroll til að snúa sér í marga hringi í gröfinni. Það er alltaf skemmtilegt þegar þekktum sögum er snúið nánast upp í andhverfu sína, en það væri vissulega betra ef leikurinn sjálfur væri eins sérstakur og útlit hans og efnistök.
Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira